Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðrún Elísabet Guðmundsdóttir í hlutverki Árnýjar verkstjóra, Margrét Kristinsdóttir, eða Magga á lagernum, og Ólöf Rún Ólafsdóttir símadama.
Guðrún Elísabet Guðmundsdóttir í hlutverki Árnýjar verkstjóra, Margrét Kristinsdóttir, eða Magga á lagernum, og Ólöf Rún Ólafsdóttir símadama.
Líf og starf 10. nóvember 2022

Birgitta kveður

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Fjallabyggðar sýnir nú nýtt leikrit eftir Guðmund Ólafsson, sem jafnframt er leikstjóri.

Verkið heitir BIRGITTA KVEÐUR og er sagt vera „sakamálaleikrit með gamansömu ívafi“. Æfingar hófust 12. september, frumsýningin var 28. október. Leikritið gerist á einu föstudagssíðdegi og -kvöldi í litlu innflutningsfyrirtæki, sem hefur sérhæft sig í innflutningi frá Kína. En þetta er ekki venjulegur dagur því um kvöldið á að kveðja elsta starfsmanninn, hana Birgittu, sem er að láta af störfum vegna aldurs. Er af því tilefni slegið upp kveðjuveislu. Er óhætt að segja að kvöldið verði viðburðaríkt og óvæntir atburðir gerist þannig að kalla þarf til lögreglu.

Þrettán leikarar taka þátt í sýningunni auk baksviðsfólks af öllu tagi. Ljósameistari er Anton Konráðsson.

Þetta er fimmta leikritið sem Guðmundur skrifar sérstaklega fyrir leikfélagið og hefur hann jafnfram leikstýrt þeim öllum. Eitt þeirra, „Stöngin inn!“, var valin áhugaverðasta áhugaleiksýningin árið 2013 og sýnd í Þjóðleikhúsinu.

Sýningar standa yfir í Menningarhúsi Fjallabyggðar, Tjarnarborg í Ólafsfirði og eins og staðan er núna verða sýningar nóvembermánaðar þann 3., 6., 10. og 11. klukkan 20.00. Almennt miðaverð er kr. 3.500 en eldri borgarar, öryrkjar og grunnskólabörn borga 3.000 kr. Miðapantanir eru hjá þeim Guðrúnu Unnsteinsdóttur í síma 863-2604 og Vibekku í síma 849-5384.

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f