Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hjálmar Friðbergsson veit fátt betra en að brasa í bílskúrnum.
Hjálmar Friðbergsson veit fátt betra en að brasa í bílskúrnum.
Líf og starf 2. apríl 2024

Bílskúrsmeistarar leysa Bændablaðsgátur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mánaðarlega útnefnir Félag íslenskra bílskúrseigenda meistara mánaðarins.

Slíka nafnbót hlotnast félagi sem leysir myndagátu sem óformlegur formaður félagsins leggur fyrir félagsmenn á Facebook-síðu þess. Gátan tengist Bændablaðinu og felur í sér að félagsmenn þurfa að glöggva sig vel á síðum þess. „Það er svo ótrúlega margt sem félagsmenn sjá sniðugt í þessu frábæra blaði. Verkfæri, snjóblásara, bifreiðar, tæki og tól. Í raun svo ótrúlega margt sem bóndinn og bílskúrseigandinn eiga sameiginlegt. Bóndi er eðalbrasari. Það er líka góður bílskúrseigandi. Bændablaðið er stútfullt af fróðleik og skemmtileg lesning. Svo eru líka bara frábærar auglýsingar þar inni. Mjög bílskúrsvænar,“ segir Hjálmar Friðbergsson, stoltur bílskúrseigandi og ókjörinn formaður Félags íslenskra bílskúrseigenda.

Hjálmar birtir mánaðarlegar myndagátur úr Bændablaðinu. Þeir sem fyrst leysa gátuna fá heiðursfélagakort. „Heiðursfélagakortið er búið til í bílskúr, af honum Sverri Tryggvasyni hnífasmið. Kortið inniheldur mjög bílskúrsvæn tilboð handa félagsmönnum.“ Facebook-hópur Félags íslenskra bílskúrseigenda telur nú um 5.500 manns en hópurinn er ætlaður einstaklingum sem hafa gaman af því að brasa í bílskúr og vilja halda þar góðu skipulagi.

Tilgangur hans er að sögn Hjálmars að deila fróðleik og reynslu af skipulagi í bílskúrum. „Hver og einn félagsmaður notar sinn bílskúr á sinn hátt. Einhverjir eru í bílaviðgerðum, aðrir í snjósleða- eða fjórhjólasporti. Aðrir bara til að brasa og smíða. Einhver breytti sínum skúr í líkamsræktarstöð. Bílskúr er dýr fjárfesting og ætti að reyna að forðast að breyta honum í geymslu. Bílskúrinn á að nota.“

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins, eða öllu heldur haustsins, að líta dagsins ljó...

Ullarvika á Suðurlandi
Líf og starf 11. september 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi er nú haldin í þriðja sinn. Að Ullarvikunni standa Feldfj...

Sandlóa
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðló...

Berjaflóra Íslendinga
Líf og starf 10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Ber eru nú í óðaönn að stinga upp kollinum og alltaf notalegt að fara eins og ei...

Brögðóttur Aðalsteinn
Líf og starf 10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Briddssveitir Infocapital og Hótel Norðurljósa tókust á í höfuðstöðvum Bridgesam...

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu
Líf og starf 9. september 2024

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu

Nú þykir einhverjum fyrirsögnin sérkennileg, enda ef við hugsum okkur húð- eða h...

Að brúka bekki
Líf og starf 9. september 2024

Að brúka bekki

Nýverið kortlagði Vestmannaeyjabær tvær gönguleiðir þar sem tryggt er að ekki sé...

„Við vorum ekki Akureyringar“
Líf og starf 6. september 2024

„Við vorum ekki Akureyringar“

Rit Sögufélags Eyfirðinga, Súlur, er komið út og færir fjölbreytt efni að venju ...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun