Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fegurstu naglalökkin þessa dagana, sanseruð, silfurlit og svo mött/glans/brún.
Fegurstu naglalökkin þessa dagana, sanseruð, silfurlit og svo mött/glans/brún.
Líf og starf 6. júní 2023

Bílalakk ... naglalakk ...

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í upphafi, eða að minnsta kosti fyrir þúsundum ára, hófu bæði konur og karlar að skreyta neglur sínar, ekki sérstaklega vegna glysgirni heldur stéttamunar.

Er talið að elsta dæmið um litaðar neglur hafi verið árið 3200 f. Kr. þegar karlmenn Babýlonborgar lituðu neglur sínar með kolum áður en þeir héldu til bardaga. Árið 3000 f. Kr. notuðu Kínverjar og Egyptar býflugnavax, náttúrulegt gúmmí og jurtir til að búa til lit á neglur sínar – þóttu væntanlega mjög smartir, enda um æðri stéttir að ræða.

Þessi stéttamismunun hélst í heillangan tíma enda hélst sú refsing enn þá, um 600 f. Kr., að lágstéttin í Kína skyldi dæmd til dauða fyrir að vera með naglalakk.

Róslitaða naglalakkið

Á tuttugustu öldinni, akkúrat þegar bílaiðnaðurinn var í blóma, hófst ganga naglalakks á borð við það sem við þekkjum í dag.

Fæðing nútíma-naglalakks var rakin til uppgötvunar á efni sem kallast nítrósellulósi. Þetta efni var upphaflega notað til að búa til bílamálningu, en fólk uppgötvaði fljótlega að hægt væri að nota bílalakkið við aðra og skemmtilegri iðju en bara bílalökkun.

Segir sagan að fyrstu tilraunir til að setja bílalakk á neglur hafi reynt ansi mikið á þolinmæðina enda hafi tekið yfir klukkustund að láta lakkið þorna. Flagnaði svo af nokkrum dögum síðar. Þetta þótti þó mikið sport enda þónokkrir litir í boði.

Fyrsta glæra fljótandi naglalakkið var svo kynnt árið 1916 af fyrirtækinu Northam Warren Corporation, en þar í forsvari var efnafræðingurinn Northam Warren, sem varð þekktur fyrir framleiðslu ýmissa snyrtivara.

Árið eftir, árið 1917, bauð fyrirtækið upp á róslitað naglalakk og stækkaði þá neytendahópurinn til muna þó ekki hafi verið hægt að segja að um mikið litaúrval hafi verið að ræða. Því má svo bæta við að engum kom til hugar að finna upp á naglalakkseyði fyrr en árið 1930. Einnig má bæta við að nú, árið 2023, er róssanserað naglalakk hvað helst móðins fyrir utan það perlulita – og silfurlita – samkvæmt helstu tískufrömuðum.

Akrílneglur svona óvart

Ferill akrýlnagla hófst árið 1954, þegar dr. Fred Slack, tannlæknir nokkur, braut á sér nögl og lagaði hana með því að nota blöndu af uppfyllingarefni ætluðu til tannviðgerða.

Þetta var upphafið að gervinöglum yfirhöfuð, en önnur fyrirtæki komu fast á eftir honum og buðu upp á alls kyns gervineglur, bæði langar og stuttar. Voru gervineglur afar vinsælar og mátti brátt fá þær í öllum regnbogans litum.

Árið 1982 komu svo naglalampar til sögunnar í kjölfar uppfinningar gelnagla. Þarna var um að ræða seigt gel sem harðnaði undir geislum útfjólubláa ljóss UV lampanna svokölluðu og var eina leiðin til að ná nöglunum af með naglaþjöl.

Í dag eru þær úr náttúrulegri efnum, þynnri, sveigjanlegri og líta eðlilega út – auk þess sem hægt er að leysa þær upp með naglalakkseyði i flestum tilvika.

Fjölvítamín og fleira til

Naglalökk 21. aldarinnar eru þó í sífelldri þróun og sum þeirra meira að segja bæði lífræn og ekki sérstaklega skaðleg náttúrunni.

Alls kyns útfærslur eru í gangi og þróanir, en flestir naglasérfræðingar nútímans bera hefðbundið naglalakk yfir grunnlakk og klára síðan með yfirlakki. Bæði er kemur að náttúrulegum nöglum sem og gervi.

Tilgangur grunnlakksins er að bæta viðloðun lakksins við yfirborð naglanna og koma í veg fyrir að litarefni þess liti nöglina sjálfa. Yfirlakkið er síðan borið yfir naglalakkið til að fá glansandi áferð auk þess sem það herðir nöglina.

Í dag finnast óteljandi útfærslur á nöglum og aragrúi lakka ... sem þjóna alls kyns tilgangi, innihalda m.a. fjölvítamín og má nota bæði sem undir- og yfirlakk.

Eins og við má búast eru vinsælar nýjungar meðal annars „handsnyrti-vélmenni“ svokölluð sem koma þá í stað faglegra naglasérfræðinga. Eru vélmennin til í ýmsum stærðum og gerðum en einnig eru til vélar þar sem hægt er að stinga fingrunum inn í og fá þar lakkaðar neglur. Fer ýmsum sögum af því hversu vel tekst til með útkomuna en við skulum horfa björtum augum til framtíðar.

Það er alltaf farsælast.

Nýtt og glæsilegt fjós í Hólabæ
Líf og starf 13. desember 2024

Nýtt og glæsilegt fjós í Hólabæ

Fjölmenni mætti í opið fjós á bænum Hólabæ í Langadal laugardaginn 23. nóvember.

Skilaboð að handan um bein Agnesar og Friðriks
Líf og starf 13. desember 2024

Skilaboð að handan um bein Agnesar og Friðriks

Öxin, Agnes og Friðrik. Síðasta aftakan á Íslandi – aðdragandi og eftirmál, er h...

Heimskautalandbúnaður í breyttum heimi
Líf og starf 11. desember 2024

Heimskautalandbúnaður í breyttum heimi

Dagana 23.–25. september 2025 verður 12. alþjóðlega ráðstefnan um landbúnað á ja...

Rýnt í matarkistuna
Líf og starf 9. desember 2024

Rýnt í matarkistuna

Á Matarmóti Austurlands var hráefni fjórðungsins í aðalhlutverki auk þess sem fæ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 9. desember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að tileinka sér nýjan hugsanahátt og einnig læra meira á þá tæk...

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?
Líf og starf 6. desember 2024

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Á döfinni í desember
Líf og starf 5. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Þjóðarréttur Íslendinga
Líf og starf 4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Það er með mikilli ánægju, jafnvel stolti sem við landsmenn höfum neytt brauðter...