Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þau Viktor Logi Sigurðsson, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir, Elín Hrönn Jónsdóttir, Hrefna Ósk Jónsdóttir, Helga Melsted, Sindri Mjölnir Magnússon og Rakel Magnúsdóttir í hlutverkum sínum sem ávextir, grænmeti og ber.
Þau Viktor Logi Sigurðsson, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir, Elín Hrönn Jónsdóttir, Hrefna Ósk Jónsdóttir, Helga Melsted, Sindri Mjölnir Magnússon og Rakel Magnúsdóttir í hlutverkum sínum sem ávextir, grænmeti og ber.
Líf og starf 2. október 2024

Ávaxtakarfan í Hveragerði

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Eins og vani er á haustin eru áhugaleikhúsin komin á fullt og eitt þeirra, Leikfélag Hveragerðis, frumsýndi nú á dögunum.

Þau tóku fyrir leikverkið Ávaxtakörfuna en það tekur á viðkvæmu efni, einelti og fordómum. Ávaxtakarfan er þó lífleg og skemmtileg samkunda ávaxta sem búa saman í körfu eins og nafnið ber til kynna.

Sagan segir frá Mæju jarðarberi sem er lögð í einelti af hinum í körfunni af því hún er ekki ávöxtur heldur ber og því ætlað að þrífa og þjóna hinum. Immi ananas, voldugasti ávöxturinn, ætlar að krýna sjálfan sig konung sem fer úrskeiðis þegar Gedda gulrót kemur í körfuna. Íbúar körfunnar gera sér smám saman grein fyrir því að útlit skiptir ekki máli heldur innrætið. Þetta er leikrit sem eldist vel og á erindi við alla, jafnt nú sem fyrir rúmum 20 árum er verkið var fyrst kynnt áhorfendum.

Leikstjórn er í höndum Gunnars Gunnsteinssonar, en hann leikstýrði Ávaxtakörfunni einnig í Óperunni árið 1998 og í Austurbæ 2005. Andrea Gylfadóttir sér um söngþjálfun.

Frumsýning var laugardaginn 28. september.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...