Þau Viktor Logi Sigurðsson, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir, Elín Hrönn Jónsdóttir, Hrefna Ósk Jónsdóttir, Helga Melsted, Sindri Mjölnir Magnússon og Rakel Magnúsdóttir í hlutverkum sínum sem ávextir, grænmeti og ber.
Þau Viktor Logi Sigurðsson, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir, Elín Hrönn Jónsdóttir, Hrefna Ósk Jónsdóttir, Helga Melsted, Sindri Mjölnir Magnússon og Rakel Magnúsdóttir í hlutverkum sínum sem ávextir, grænmeti og ber.
Líf og starf 2. október 2024

Ávaxtakarfan í Hveragerði

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Eins og vani er á haustin eru áhugaleikhúsin komin á fullt og eitt þeirra, Leikfélag Hveragerðis, frumsýndi nú á dögunum.

Þau tóku fyrir leikverkið Ávaxtakörfuna en það tekur á viðkvæmu efni, einelti og fordómum. Ávaxtakarfan er þó lífleg og skemmtileg samkunda ávaxta sem búa saman í körfu eins og nafnið ber til kynna.

Sagan segir frá Mæju jarðarberi sem er lögð í einelti af hinum í körfunni af því hún er ekki ávöxtur heldur ber og því ætlað að þrífa og þjóna hinum. Immi ananas, voldugasti ávöxturinn, ætlar að krýna sjálfan sig konung sem fer úrskeiðis þegar Gedda gulrót kemur í körfuna. Íbúar körfunnar gera sér smám saman grein fyrir því að útlit skiptir ekki máli heldur innrætið. Þetta er leikrit sem eldist vel og á erindi við alla, jafnt nú sem fyrir rúmum 20 árum er verkið var fyrst kynnt áhorfendum.

Leikstjórn er í höndum Gunnars Gunnsteinssonar, en hann leikstýrði Ávaxtakörfunni einnig í Óperunni árið 1998 og í Austurbæ 2005. Andrea Gylfadóttir sér um söngþjálfun.

Frumsýning var laugardaginn 28. september.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Siggi Dan gegn Sævari
Líf og starf 4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Í þessum skákpistli hefur áður verið birt skák sem Sigurður heitinn Daníelsson t...

Sýn féhirðis á sauðkindina:
Líf og starf 2. október 2024

Sýn féhirðis á sauðkindina:

Að bera fé: Afklæða kind. Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap. Áhættufé: Fífld...

Ávaxtakarfan í Hveragerði
Líf og starf 2. október 2024

Ávaxtakarfan í Hveragerði

Eins og vani er á haustin eru áhugaleikhúsin komin á fullt og eitt þeirra, Leikf...

Mannlífið í réttum
Líf og starf 1. október 2024

Mannlífið í réttum

Réttir eru mannfögnuður og annáluð lopapeysupartí. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fa...

Ljósið sigrar myrkrið
Líf og starf 1. október 2024

Ljósið sigrar myrkrið

Seint í september, um svipað leyti og heyskaparlok, fjárleitir og upphaf sláturt...

Blítt og létt í Ölfusrétt
Líf og starf 30. september 2024

Blítt og létt í Ölfusrétt

Sólin skein á gangnamenn og gesti Ölfusréttar sunnudaginn 15. september síðastli...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 30. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að vera opinn fyrir nýjungum í takt við þau skref sem hann hefu...

Tjaldur
Líf og starf 25. september 2024

Tjaldur

Tjaldur er stór og auðþekkjanlegur vaðfugl sem finnst um allt land. Tjaldar eru ...