Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Veltibogi á fjórhjóli.
Veltibogi á fjórhjóli.
Öryggi, heilsa og umhverfi 20. október 2016

Ýmislegt fróðlegt má læra af forvörnum í útlöndum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Á þessum tíma árs er í mörgum löndum haldnar ráðstefnur um öryggismál í landbúnaði. 
 
Nýlega voru haldnar svona ráðstefnur á Írlandi, Ástralíu og í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna og nú þessa vikuna stendur yfir stór ráðstefna um öryggismál í Kanada.
 
Írar alltaf framarlega í öryggismálum og vegnar vel
 
Fyrir nokkru var haldin öryggisvika á Írlandi og farið yfir það sem betur má fara. Eftir ráðstefnuna kynnti atvinnumálaráðherra Írlands nýja herferð sem þeir á Írlandi kalla SAFE STOP, (gangtu rétt frá dráttarvélinni). Þessi herferð er vegna tíðra slysa mannlausra dráttarvéla af ýmsum ástæðum. Meiningin er að setja límmiða í allar dráttarvélar í írskum landbúnaði með sex áherslusetningum sem ég kýs að þýða sem eftirfarandi:
 
  1. Bakkaðu ævinlega í öruggt stæði.
  2. Skildu vélina eftir í handbremsu.
  3. Skildu öll stjórntæki eftir í 0 stöðu.
  4. Settu moksturstæki og annan vélbúnað niður.
  5. Dreptu á vélinni.
  6. Taktu lykilinn úr vélinni.
Ástralir náðu góðum árangri í sínum áherslum fyrri hluta árs
 
Ástralir halda öryggisviku fyrir landbúnað oftast tvisvar á ári og leggja upp með áherslur á það sem betur má fara miðað við reynslu hvers sex mánaða tímabils. Undanfarin tvö ár hafa verið mörg banaslys á fjórhjólum við ástralskan landbúnað, en síðustu tvö ár hafa verið fleiri banaslys á fjórhjólum en á dráttarvélum. Vegna þessa var sett í lög um síðustu áramót að fjórhjól sem notuð eru í landbúnaði eigi að vera með veltigrind og er sérstaklega mælt með sams konar veltigrind og Jötunn á Selfossi er að selja og nefnist Lifeguard. Árangurinn kom berlega í ljós fyrstu sex mánuði þessa árs þar sem aðeins 3 létust á fjórhjólum við landbúnaðarstörf á móti 8 á sama tíma á síðasta ári.
 
Enn sama vandamál í BNA, en horfir til betri vegar
 
Í Bandaríkjunum er enn svipuð slysatíðni og undanfarin ár þar sem um 70% slysa í landbúnaði tengist dráttarvélum og öðrum vélum. Þó má vænta þess að þessi tala fari lækkandi þar sem nokkur ríki eru að setja reglur um að allar dráttarvélar sem notaðar eru við landbúnað eigi að vera með veltigrind. Einnig er nú verið að setja af stað herferð á landsvísu (í öllum ríkjum) um að vera ekki með börn á opnum dráttarvélum vegna síendurtekinna slysa þegar börn detta af vélum og verða undir þeim.
Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...