Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Veltibogi á fjórhjóli.
Veltibogi á fjórhjóli.
Fréttir 20. október 2016

Ýmislegt fróðlegt má læra af forvörnum í útlöndum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Á þessum tíma árs er í mörgum löndum haldnar ráðstefnur um öryggismál í landbúnaði. 
 
Nýlega voru haldnar svona ráðstefnur á Írlandi, Ástralíu og í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna og nú þessa vikuna stendur yfir stór ráðstefna um öryggismál í Kanada.
 
Írar alltaf framarlega í öryggismálum og vegnar vel
 
Fyrir nokkru var haldin öryggisvika á Írlandi og farið yfir það sem betur má fara. Eftir ráðstefnuna kynnti atvinnumálaráðherra Írlands nýja herferð sem þeir á Írlandi kalla SAFE STOP, (gangtu rétt frá dráttarvélinni). Þessi herferð er vegna tíðra slysa mannlausra dráttarvéla af ýmsum ástæðum. Meiningin er að setja límmiða í allar dráttarvélar í írskum landbúnaði með sex áherslusetningum sem ég kýs að þýða sem eftirfarandi:
 
  1. Bakkaðu ævinlega í öruggt stæði.
  2. Skildu vélina eftir í handbremsu.
  3. Skildu öll stjórntæki eftir í 0 stöðu.
  4. Settu moksturstæki og annan vélbúnað niður.
  5. Dreptu á vélinni.
  6. Taktu lykilinn úr vélinni.
Ástralir náðu góðum árangri í sínum áherslum fyrri hluta árs
 
Ástralir halda öryggisviku fyrir landbúnað oftast tvisvar á ári og leggja upp með áherslur á það sem betur má fara miðað við reynslu hvers sex mánaða tímabils. Undanfarin tvö ár hafa verið mörg banaslys á fjórhjólum við ástralskan landbúnað, en síðustu tvö ár hafa verið fleiri banaslys á fjórhjólum en á dráttarvélum. Vegna þessa var sett í lög um síðustu áramót að fjórhjól sem notuð eru í landbúnaði eigi að vera með veltigrind og er sérstaklega mælt með sams konar veltigrind og Jötunn á Selfossi er að selja og nefnist Lifeguard. Árangurinn kom berlega í ljós fyrstu sex mánuði þessa árs þar sem aðeins 3 létust á fjórhjólum við landbúnaðarstörf á móti 8 á sama tíma á síðasta ári.
 
Enn sama vandamál í BNA, en horfir til betri vegar
 
Í Bandaríkjunum er enn svipuð slysatíðni og undanfarin ár þar sem um 70% slysa í landbúnaði tengist dráttarvélum og öðrum vélum. Þó má vænta þess að þessi tala fari lækkandi þar sem nokkur ríki eru að setja reglur um að allar dráttarvélar sem notaðar eru við landbúnað eigi að vera með veltigrind. Einnig er nú verið að setja af stað herferð á landsvísu (í öllum ríkjum) um að vera ekki með börn á opnum dráttarvélum vegna síendurtekinna slysa þegar börn detta af vélum og verða undir þeim.
Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...