Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hestamannafélagið Þytur í Vestur-Húnavatnssýslu leitar að fólki sem getur veitt börnum og ungmennum aðgang að hrossi og aðstoðað þau börn sem vilja byrja í hestamennsku en hafa ekki aðstöðu til þess.
Hestamannafélagið Þytur í Vestur-Húnavatnssýslu leitar að fólki sem getur veitt börnum og ungmennum aðgang að hrossi og aðstoðað þau börn sem vilja byrja í hestamennsku en hafa ekki aðstöðu til þess.
Fréttir 5. janúar 2015

Vill einhver ættleiða hestabarn?

Hestamannafélagið Þytur í Vestur-Húnavatnssýslu hefur leitað til félagsmanna um hvort þeir séu tilbúnir að veita börnum aðgang að hesti í þeirra eigu. Hesturinn þarf að vera góður, þægur og traustur og tilbúinn í nýtt hlutverk, að ala upp unga knapa.

Miklar umræður urðu á fundi félagsins á dögunum um hvernig auka mætti nýliðun í hestamennsku, en vandamálið sé hvorki nýtt né staðbundið og yrðu hestamenn að vera vakandi og opnir fyrir öllum hugmyndum.

Ein hugmyndin sem kom upp á fundinum var að félagsmenn myndu „ættleiða hestabarn“, það er að segja, eigandi hests myndi veita aðgang að hrossi og aðstöðu og aðstoða þau börn og unglinga sem áhuga hefðu eða vantaði tækifæri til að ríða út. Á fundinum kom strax fram að tveir félagsmenn líklega geta boðið upp á þetta.

Í kjölfarið hefur hestamannafélagið leitað til félagsmanna til að taka þátt í verkefninu.

Á vef Þyts kemur fram að hestamannafélagið mun aðeins vera tengiliður og milligönguaðili.

Fyrirkomulagið mætti ræða í hverju tilviki fyrir sig, t.d. gætu 2–3 krakkar skipt með sér einum hesti.

Þeim hestamönnum, sem geta tekið þátt í framtakinu, er bent á að hafa samband við Kolbrúnu Indriðadóttur, formann félagsins. 

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...