Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hestamannafélagið Þytur í Vestur-Húnavatnssýslu leitar að fólki sem getur veitt börnum og ungmennum aðgang að hrossi og aðstoðað þau börn sem vilja byrja í hestamennsku en hafa ekki aðstöðu til þess.
Hestamannafélagið Þytur í Vestur-Húnavatnssýslu leitar að fólki sem getur veitt börnum og ungmennum aðgang að hrossi og aðstoðað þau börn sem vilja byrja í hestamennsku en hafa ekki aðstöðu til þess.
Fréttir 5. janúar 2015

Vill einhver ættleiða hestabarn?

Hestamannafélagið Þytur í Vestur-Húnavatnssýslu hefur leitað til félagsmanna um hvort þeir séu tilbúnir að veita börnum aðgang að hesti í þeirra eigu. Hesturinn þarf að vera góður, þægur og traustur og tilbúinn í nýtt hlutverk, að ala upp unga knapa.

Miklar umræður urðu á fundi félagsins á dögunum um hvernig auka mætti nýliðun í hestamennsku, en vandamálið sé hvorki nýtt né staðbundið og yrðu hestamenn að vera vakandi og opnir fyrir öllum hugmyndum.

Ein hugmyndin sem kom upp á fundinum var að félagsmenn myndu „ættleiða hestabarn“, það er að segja, eigandi hests myndi veita aðgang að hrossi og aðstöðu og aðstoða þau börn og unglinga sem áhuga hefðu eða vantaði tækifæri til að ríða út. Á fundinum kom strax fram að tveir félagsmenn líklega geta boðið upp á þetta.

Í kjölfarið hefur hestamannafélagið leitað til félagsmanna til að taka þátt í verkefninu.

Á vef Þyts kemur fram að hestamannafélagið mun aðeins vera tengiliður og milligönguaðili.

Fyrirkomulagið mætti ræða í hverju tilviki fyrir sig, t.d. gætu 2–3 krakkar skipt með sér einum hesti.

Þeim hestamönnum, sem geta tekið þátt í framtakinu, er bent á að hafa samband við Kolbrúnu Indriðadóttur, formann félagsins. 

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...