Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Verðum að finna leið til að grípa til varna segir Sigurður  Ingi Jóhannsson
Fréttir 21. febrúar 2019

Verðum að finna leið til að grípa til varna segir Sigurður Ingi Jóhannsson

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Bændasamtökin sendu frá sér yfirlýsingu seint í gær þar sem þau bregðast við fregnum að nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra. Frumvarpið gerir innflutningsfyrirtækjum kleift að flytja inn hrátt ófrosið kjöt, fersk egg og ógerilsneyddar mjólkurvörur frá og með 1. september á þessu ári.

Sigurður Ingi Jóhannsson, dýralæknir sem jafnframt er ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála segir það óbilgirni af hálfu Evrópusambandsins að viðurkenna ekki að við þurfum að geta tekið til varna til þess að standa undir alþjóðasamþykktum okkar um verndun búfjárstofna og líffræðilegs fjölbreytileika.

Sigurður segir Íslendinga sannanalega vera með samning við Evrópusambandið sem beri að virða. Því miður hafi ekki verið gerð undantekning þegar samningurinn var gerður varðandi hrátt kjöt sem hefði gefið Íslendingum heimild til að takmarka slíkan innflutning eins og gert var varðandi lifandi dýr. Sú útfærsla samningsins sem gerð var hafi m.a verið sett upp til að koma í veg fyrir smit, tryggja heilbrigði dýra á Íslandi og vernda búfjárstofna.

Sérkennilegt að Íslendingar missi sérstöðu í sjúkdómastöðu vegna lagadeilu

„Það stafaði af því raunveruleg ógn að með innflutningi á kjöti gætu borist hingað sjúkdómar. Frystiskylda á innflutti kjöti og 30 daga reglan sem sett var drepur fryst og fremst kamfílóbakter, Þrjátíu daga reglan gerir okkur síðan kleift að bregðast við komi upp smit í Evrópu. Þá eru menn meðvitaðir um það áður en fresturinn rennur út og varan kemst til landsins. Evrópusambandið tók þessi rök okkar ekki gild og fjallaði bara um að þetta væri brot á allt annarri lagagrein og undir allt öðrum lagabálki sem fjallaði um frjálst flæði vöru yfir landamæri. Við því þurfum við að bregðast.

Það er auðvitað sérkennilegt að við að þurfa að bregðast við lagadeilu þá missum við hugsanlega þá sérstöðu sem er í landinu á ótrúlega góðri stöðu á heilbrigði dýra og manna.“

- Þú lítur ekki svo á að þetta sé tapað stríð?

„Nei, ég trúi því að ef almenningur í Evrópu væri í sömu stöðu og við, þá myndi hann berjast með kjafti og klóm til að viðhalda henni. Það er því barátta okkar að fá almenning í Evrópu til að átta sig á því að það er hann sem á að ráða en ekki stóru alþjóðlegu matvælafyrirtækin. Við eigum að fara í þessa baráttu. Þetta getur tekið tíma og vonandi missum við ekki okkar sérstöðu meðan,“ segir Sigurður.

Verðum að finna leið til að grípa til varna

„Við erum með matvælaöryggi sem gerir það að verkum að tíðni matarsýkinga hér er hvað lægst í heiminum. Við erum með sýklalyfjaónæmi sem er hvað minnst í heiminum. Við erum með gamla verndaða búfjárstofna sem eru viðkvæmir fyrir smiti sem jafnvel er ekki talið til sýkinga annarsstaðar en getur valdið sýkingum á Íslandi. Sem dæmi má þar nefna tvö alvarleg tilfelli í hrossastofninum á liðnum 15 til 20 árum.

Það er merkilegt að innan þessa EES samnings getum við ekki tekið til varna gagnvart því að viðhalda okkar sérstöðu í dýraheilbrigði. Ég er á þeirri skoðun að ef við finnum ekki leið til þess núna og missum þessa sérstöðu, þá muni menn segja eftir tuttugu ár, hvað voru menn eiginlega að hugsa á árunum fyrir 2020.“

- Nú ber Íslendingum skylda til að vernda sína búfjárstofna sem eru taldir einstakir á heimsvísu. Ef þessir stofnar fara illa vegna innfluttra smitefna, hvernig standa menn þá gagnvart áliti heimsins?

„Það er rétt að við skrifuðum undir alþjóðasáttmála um verndun okkar búfjárstofna sem er ekkert minnamikilvægur en EES samningurinn.  Þess vegna finnst mér óbilgirni af hálfi Evrópusambandsins að hafa ekki skilning á því við þessar aðstæður að taka tillit til okkar raka og að við fáum þá tíma að undirbúa okkur undir einhverskonar aðrar varnir vegna þess að sérstaða okkar er mikil. Þetta er allt önnur pólitík heldur en að leysa úr einhverri lagaþvælu. Oft endum við bara í því að leysa úr lagaþvælunni  en erum ekki að hugsa um hagsmuni samfélagsins til lengri tíma. Þar erum við stödd núna og þess vegna er mikilvægt að taka þessa umræðu og halda henni á lofti.“

Þrýstingur frá stóru matvælafyrirtækjunum

- Eru það þá fyrst og fremst peningahagsmunir fremur en heilbrigði manna og dýra sem ráð för í þessu máli?

„Það er allavega augljóst að þegar EES samningurinn var gerður, þá voru menn tilbúnir í svokallaðar salmonellu viðbótartryggingar. Menn voru hinsvegar ekki tilbúnir í að tryggja ráðstafanir gegn kamfílóbakter. Það var vegna þess að stóru matvælafyrirtækin í Evrópu treystu sér einfaldlega ekki í að gera það sama og við vorum að gera í þeim málum á Íslandi og að einhverju leyti var gert í Noregi, Finnland og í Svíþjóð, en ekki hjá öðrum þjóðum. Það var auðvitað um að ræða þrýsting frá stóru matvælafyrirtækjunum sem gerði þetta að verkum. Þau voru ekki að hugsa um neytendur, þau voru ekki að hugsa um matvælaöryggi, en þau voru að hugsa um mögulegan ágóða. Við sem erum í pólitík hljótum hinsvegar að eiga að hugsa um hagsmuni almennings, neytendavernd og sérstöðu lands.

Óbilgirni af hálfu Evrópusambandsins

Ef við værum ekki aðilar að EES samningnum þá gætum við gert nákvæmlega það sama og Nýsjálendingar sem banna hreinlega allan innflutning, en gefa síðan leyfi fyrir því sem þeir vilja leyfa en eru þar mjög harðir í því að koma í veg fyrir innflutning á smitefnum. Þeir segja eins og við að þeir séu með mjög sérstaka stöðu í sjúkdómavörnum og mun færri sjúkdóma en þekkist víðast hvar annarsstaðar, eins og við. Munurinn er sá að þeir geta óhikað varið sína stöðu á eigin forsendum.  Þess vegna segi ég, mér finnst það óbilgirni af hálfu Evrópusambandsins að viðurkenna ekki að við þurfum að geta tekið til varna til þess að standa undir alþjóðasamþykktum okkar um verndun búfjárstofna, líffræðilegs fjölbreytileika og svo framvegis.“
 

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...