Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Verða að fækka um 100 þúsund gripi
Fréttir 21. desember 2016

Verða að fækka um 100 þúsund gripi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hollenskir kúabændur horfa nú fram á afleiðingar af regluverki ESB til að stemma stigu við of miklu fosfatmagni í jarðvegi. Verða þeir því að fækka kúm um 100 þúsund gripi.
 
Samkvæmt frétt Deuch News.nl frá 11. desember sl.  verður hollenskum bændum gert að fækka kúm sínum um 100.000 gripi á næsta ári til að mæta markmiðum Evrópusambandsins. Er það til að draga úr fosfati í jarðvegi sem kemur úr kúamykju sem dreift er á tún. Er miðað við 8% minnkun. 
 
Frá því mjólkurkvóti var lagður af í CAP landbúnaðarkerfi ESB í byrjun síðasta árs, þá hefur kúm fjölgað í Hollandi um 1,6 milljónir gripa. Þessar kýr framleiða um 12,5 milljarða lítra af mjólk. Mykjan frá þessum kúm inniheldur mikið af fosfati sem ekki þykir á bætandi í jarðveg sem talinn er ofmettaður af fosfati fyrir. 
 
Þótt Holland sé ekki stórt, eða um 41.543 ferkílómetrar (Íslands 103.125 m2), þá eru þar eigi að síður 18.000 kúabú sem teljast fjölskyldubú. Þar af eru 150 býli með fleiri en 300 kýr. 
Nú hafa stjórnvöld ákveðið að upplýsa bændur um fosfat-rétt sinn sem miðast við þann fjölda gripa sem þeir höfðu í júlí 2015. 
 
Verður þessi réttur fram­seljanlegur. Bændum, sem eru innan leyfilegra marka, verður gert kleift að fækka hjá sér kúm og selja þann fosfatkvóta til býla sem eru yfir mörkum leyfilegrar fosfat „mengunar“. 
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...