Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Verða að fækka um 100 þúsund gripi
Fréttir 21. desember 2016

Verða að fækka um 100 þúsund gripi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hollenskir kúabændur horfa nú fram á afleiðingar af regluverki ESB til að stemma stigu við of miklu fosfatmagni í jarðvegi. Verða þeir því að fækka kúm um 100 þúsund gripi.
 
Samkvæmt frétt Deuch News.nl frá 11. desember sl.  verður hollenskum bændum gert að fækka kúm sínum um 100.000 gripi á næsta ári til að mæta markmiðum Evrópusambandsins. Er það til að draga úr fosfati í jarðvegi sem kemur úr kúamykju sem dreift er á tún. Er miðað við 8% minnkun. 
 
Frá því mjólkurkvóti var lagður af í CAP landbúnaðarkerfi ESB í byrjun síðasta árs, þá hefur kúm fjölgað í Hollandi um 1,6 milljónir gripa. Þessar kýr framleiða um 12,5 milljarða lítra af mjólk. Mykjan frá þessum kúm inniheldur mikið af fosfati sem ekki þykir á bætandi í jarðveg sem talinn er ofmettaður af fosfati fyrir. 
 
Þótt Holland sé ekki stórt, eða um 41.543 ferkílómetrar (Íslands 103.125 m2), þá eru þar eigi að síður 18.000 kúabú sem teljast fjölskyldubú. Þar af eru 150 býli með fleiri en 300 kýr. 
Nú hafa stjórnvöld ákveðið að upplýsa bændur um fosfat-rétt sinn sem miðast við þann fjölda gripa sem þeir höfðu í júlí 2015. 
 
Verður þessi réttur fram­seljanlegur. Bændum, sem eru innan leyfilegra marka, verður gert kleift að fækka hjá sér kúm og selja þann fosfatkvóta til býla sem eru yfir mörkum leyfilegrar fosfat „mengunar“. 
Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...