Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Verða að fækka um 100 þúsund gripi
Fréttir 21. desember 2016

Verða að fækka um 100 þúsund gripi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hollenskir kúabændur horfa nú fram á afleiðingar af regluverki ESB til að stemma stigu við of miklu fosfatmagni í jarðvegi. Verða þeir því að fækka kúm um 100 þúsund gripi.
 
Samkvæmt frétt Deuch News.nl frá 11. desember sl.  verður hollenskum bændum gert að fækka kúm sínum um 100.000 gripi á næsta ári til að mæta markmiðum Evrópusambandsins. Er það til að draga úr fosfati í jarðvegi sem kemur úr kúamykju sem dreift er á tún. Er miðað við 8% minnkun. 
 
Frá því mjólkurkvóti var lagður af í CAP landbúnaðarkerfi ESB í byrjun síðasta árs, þá hefur kúm fjölgað í Hollandi um 1,6 milljónir gripa. Þessar kýr framleiða um 12,5 milljarða lítra af mjólk. Mykjan frá þessum kúm inniheldur mikið af fosfati sem ekki þykir á bætandi í jarðveg sem talinn er ofmettaður af fosfati fyrir. 
 
Þótt Holland sé ekki stórt, eða um 41.543 ferkílómetrar (Íslands 103.125 m2), þá eru þar eigi að síður 18.000 kúabú sem teljast fjölskyldubú. Þar af eru 150 býli með fleiri en 300 kýr. 
Nú hafa stjórnvöld ákveðið að upplýsa bændur um fosfat-rétt sinn sem miðast við þann fjölda gripa sem þeir höfðu í júlí 2015. 
 
Verður þessi réttur fram­seljanlegur. Bændum, sem eru innan leyfilegra marka, verður gert kleift að fækka hjá sér kúm og selja þann fosfatkvóta til býla sem eru yfir mörkum leyfilegrar fosfat „mengunar“. 
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...