Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Verð á kókos upp úr öllu valdi
Fréttir 16. nóvember 2016

Verð á kókos upp úr öllu valdi

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Neysla á matvörum unnum úr kókoshnetum vex jafnt og þétt á Vesturlöndunum og er nú svo komið að framleiðslulöndin eiga erfitt með að anna eftirspurninni og tala sumir um að sannkölluð kókoskrísa sé nú í heiminum.

Síðastliðin ár hefur eftirspurnin verið meiri en framboðið og virðist sem hráefnið kókos sé vinsælt í margar vörutegundir. Þannig er kókos notaður í snyrtikrem, sápur, kökur og tískudrykkinn kókoshnetuvatn svo fátt eitt sé nefnt. Lágkolvetnabylgjan og fleiri megrunarkúrar hafa einnig lagt áherslu á hollustu kókosfitu sem er lág af kolvetnum. Það sem er einnig að gerast í heiminum er að margir framleiðendur eru nú að skipta út pálmaolíu fyrir kókosolíu og þannig eru sumir súkkulaði- og kexframleiðendur farnir að nota fyrrnefndu olíuna í stað kókosolíu. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað í hinum vestræna heimi eru kókosbændur í Austurlöndum í vandræðum með að anna eftirspurninni vegna plöntusjúkdóma, veðráttu og lélegrar innkomu. Þetta veldur því að verð vörunnar hefur aukist til muna á heimsmarkaði frá fyrri hluta þessa árs. Sem dæmi hefur innkaupsverð á kurluðum kókos farið úr 1900 dollurum tonnið í 2500 dollara frá því í apríl á þessu ári sem þýðir 31,58 prósenta hækkun á stuttum tíma. 

Skylt efni: Kókos

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...