Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Verð á kókos upp úr öllu valdi
Fréttir 16. nóvember 2016

Verð á kókos upp úr öllu valdi

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Neysla á matvörum unnum úr kókoshnetum vex jafnt og þétt á Vesturlöndunum og er nú svo komið að framleiðslulöndin eiga erfitt með að anna eftirspurninni og tala sumir um að sannkölluð kókoskrísa sé nú í heiminum.

Síðastliðin ár hefur eftirspurnin verið meiri en framboðið og virðist sem hráefnið kókos sé vinsælt í margar vörutegundir. Þannig er kókos notaður í snyrtikrem, sápur, kökur og tískudrykkinn kókoshnetuvatn svo fátt eitt sé nefnt. Lágkolvetnabylgjan og fleiri megrunarkúrar hafa einnig lagt áherslu á hollustu kókosfitu sem er lág af kolvetnum. Það sem er einnig að gerast í heiminum er að margir framleiðendur eru nú að skipta út pálmaolíu fyrir kókosolíu og þannig eru sumir súkkulaði- og kexframleiðendur farnir að nota fyrrnefndu olíuna í stað kókosolíu. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað í hinum vestræna heimi eru kókosbændur í Austurlöndum í vandræðum með að anna eftirspurninni vegna plöntusjúkdóma, veðráttu og lélegrar innkomu. Þetta veldur því að verð vörunnar hefur aukist til muna á heimsmarkaði frá fyrri hluta þessa árs. Sem dæmi hefur innkaupsverð á kurluðum kókos farið úr 1900 dollurum tonnið í 2500 dollara frá því í apríl á þessu ári sem þýðir 31,58 prósenta hækkun á stuttum tíma. 

Skylt efni: Kókos

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024
Fréttir 22. febrúar 2024

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024

Seljavellir í Nesjum í Hornafirði var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda Bænda...

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.