Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verð á kókos upp úr öllu valdi
Fréttir 16. nóvember 2016

Verð á kókos upp úr öllu valdi

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Neysla á matvörum unnum úr kókoshnetum vex jafnt og þétt á Vesturlöndunum og er nú svo komið að framleiðslulöndin eiga erfitt með að anna eftirspurninni og tala sumir um að sannkölluð kókoskrísa sé nú í heiminum.

Síðastliðin ár hefur eftirspurnin verið meiri en framboðið og virðist sem hráefnið kókos sé vinsælt í margar vörutegundir. Þannig er kókos notaður í snyrtikrem, sápur, kökur og tískudrykkinn kókoshnetuvatn svo fátt eitt sé nefnt. Lágkolvetnabylgjan og fleiri megrunarkúrar hafa einnig lagt áherslu á hollustu kókosfitu sem er lág af kolvetnum. Það sem er einnig að gerast í heiminum er að margir framleiðendur eru nú að skipta út pálmaolíu fyrir kókosolíu og þannig eru sumir súkkulaði- og kexframleiðendur farnir að nota fyrrnefndu olíuna í stað kókosolíu. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað í hinum vestræna heimi eru kókosbændur í Austurlöndum í vandræðum með að anna eftirspurninni vegna plöntusjúkdóma, veðráttu og lélegrar innkomu. Þetta veldur því að verð vörunnar hefur aukist til muna á heimsmarkaði frá fyrri hluta þessa árs. Sem dæmi hefur innkaupsverð á kurluðum kókos farið úr 1900 dollurum tonnið í 2500 dollara frá því í apríl á þessu ári sem þýðir 31,58 prósenta hækkun á stuttum tíma. 

Skylt efni: Kókos

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...