Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Verð á kókos upp úr öllu valdi
Fréttir 16. nóvember 2016

Verð á kókos upp úr öllu valdi

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Neysla á matvörum unnum úr kókoshnetum vex jafnt og þétt á Vesturlöndunum og er nú svo komið að framleiðslulöndin eiga erfitt með að anna eftirspurninni og tala sumir um að sannkölluð kókoskrísa sé nú í heiminum.

Síðastliðin ár hefur eftirspurnin verið meiri en framboðið og virðist sem hráefnið kókos sé vinsælt í margar vörutegundir. Þannig er kókos notaður í snyrtikrem, sápur, kökur og tískudrykkinn kókoshnetuvatn svo fátt eitt sé nefnt. Lágkolvetnabylgjan og fleiri megrunarkúrar hafa einnig lagt áherslu á hollustu kókosfitu sem er lág af kolvetnum. Það sem er einnig að gerast í heiminum er að margir framleiðendur eru nú að skipta út pálmaolíu fyrir kókosolíu og þannig eru sumir súkkulaði- og kexframleiðendur farnir að nota fyrrnefndu olíuna í stað kókosolíu. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað í hinum vestræna heimi eru kókosbændur í Austurlöndum í vandræðum með að anna eftirspurninni vegna plöntusjúkdóma, veðráttu og lélegrar innkomu. Þetta veldur því að verð vörunnar hefur aukist til muna á heimsmarkaði frá fyrri hluta þessa árs. Sem dæmi hefur innkaupsverð á kurluðum kókos farið úr 1900 dollurum tonnið í 2500 dollara frá því í apríl á þessu ári sem þýðir 31,58 prósenta hækkun á stuttum tíma. 

Skylt efni: Kókos

Embluverðlaununum frestað fram í júní
Fréttir 26. janúar 2022

Embluverðlaununum frestað fram í júní

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur verkefnastjórn norrænu matvælaverðlaunanna E...

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændu...

Tritrichomonas greindist í ketti
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í s...

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis
Fréttir 26. janúar 2022

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis

Matvælastofnun hefur veitt Fjallalax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Hallkel...

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur
Fréttir 26. janúar 2022

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur

Í mars 2021 var sett heims­met með stórri fagurgrænni DEUTZE-FAHR TTV Warrior tö...

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli ...

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...