Verð á greiðslumarki hrynur
Einungis eitt tilboð barst um kaup á greiðslumarki þegar tilboð voru opnuð í dag. Jafnvægisverð kom fram á tilboðsmarkaðinum og var það 180 krónur fyrir hvern lítra mjólkur. Það er 80 krónum lægra en verð á greiðslumarki var á síðasta markaði, 1. apríl síðastliðinn.
Níu tilboð bárust um sölu á greiðslumarki. Alls voru boðnir til sölu 235.990 lítrar greiðslumarks en óskað var eftir 16.666 lítrum. Það greiðslumark sem viðskipti ná til eru 12.219 lítrar og er kauphlutfalli viðskipa því rúm 73 prósent. Hins vegar seldust aðeins rúm 5 prósent þess greiðslumarks sem boðið var til sölu.
Verulega hefur dregið saman, bæði í framboði á og eftirstpurn eftir, greiðslumarki frá síðasta markaði. Framboðið nú er þannig einungis 12,5 prósent miðað við síðasta uppboð og eftirspurnin er 23,2 prósent.