Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Veiðifélag Þjórsár andvígt Hvammsvirkjun
Fréttir 5. júní 2014

Veiðifélag Þjórsár andvígt Hvammsvirkjun

„Hvammsvirkjun hefur verið færð úr biðflokki í nýtingarflokk af Verkefnisstjórn Rammaáætlunar. Ekki eru til nein vísindaleg rök fyrir þessari breytingu,“ segir í ályktun aðalfundar Veiðifélags Þjórsár sem haldinn var í Brautarholti 3. apríl 2014.

„Verði Hvammsvirkjun byggð mun lífsskilyrðum fiska ofan við Búða verða stefnt í hættu. Boðaðar mótvægisaðgerðir eru ólíklegar til árangurs og hafa erlendir vísndamenn með sérþekkingu á þessum málaflokki bent á fjölmörg tilfelli þar sem lausnir eins og þær sem Landsvirkjun boðar við Hvammsvirkjun hafa brugðist að heita má algjörlega. Ekki hefur tekist að fá upplýsingar um eitt einasta tilfelli þar sem virkni er ásættanleg.

Á síðustu áratugum hefur laxgengd fyrir ofan Búða aukist mjög og hrygning margfaldast.
Í niðurstöðum rannsókna starfsmanna Veiðimálastofnunar á vatnasvæði Þjórsár ofan Búða kemur skýrt fram hversu mikilvægt þetta svæði er orðið fyrir laxastofn Þjórsár í heild sinni. Rannsóknir sýna að Hvammsvirkjun mun raska 68% búsvæða ofan Búða.

Sá fiskur sem elst upp ofan við Búða gengur í Þverá, Sandá og Fossá. Fiskur klakinn út í þessum hluta árinnar leitar um allt vatnasvæðið og á eftir að gefa eigendum sínum auknar tekjur og þar með styrkja búsetu í sveitum við Þjórsá fái áin að vera í óbreyttu ástandi.

Það eru okkur mikil vonbrigði sem eigum veiðirétt í Þjórsá að ræktunarstarfi síðustu áratuga skuli vera stefnt í svo mikla óvissu.“

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...