Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Veiðifélag Þjórsár andvígt Hvammsvirkjun
Fréttir 5. júní 2014

Veiðifélag Þjórsár andvígt Hvammsvirkjun

„Hvammsvirkjun hefur verið færð úr biðflokki í nýtingarflokk af Verkefnisstjórn Rammaáætlunar. Ekki eru til nein vísindaleg rök fyrir þessari breytingu,“ segir í ályktun aðalfundar Veiðifélags Þjórsár sem haldinn var í Brautarholti 3. apríl 2014.

„Verði Hvammsvirkjun byggð mun lífsskilyrðum fiska ofan við Búða verða stefnt í hættu. Boðaðar mótvægisaðgerðir eru ólíklegar til árangurs og hafa erlendir vísndamenn með sérþekkingu á þessum málaflokki bent á fjölmörg tilfelli þar sem lausnir eins og þær sem Landsvirkjun boðar við Hvammsvirkjun hafa brugðist að heita má algjörlega. Ekki hefur tekist að fá upplýsingar um eitt einasta tilfelli þar sem virkni er ásættanleg.

Á síðustu áratugum hefur laxgengd fyrir ofan Búða aukist mjög og hrygning margfaldast.
Í niðurstöðum rannsókna starfsmanna Veiðimálastofnunar á vatnasvæði Þjórsár ofan Búða kemur skýrt fram hversu mikilvægt þetta svæði er orðið fyrir laxastofn Þjórsár í heild sinni. Rannsóknir sýna að Hvammsvirkjun mun raska 68% búsvæða ofan Búða.

Sá fiskur sem elst upp ofan við Búða gengur í Þverá, Sandá og Fossá. Fiskur klakinn út í þessum hluta árinnar leitar um allt vatnasvæðið og á eftir að gefa eigendum sínum auknar tekjur og þar með styrkja búsetu í sveitum við Þjórsá fái áin að vera í óbreyttu ástandi.

Það eru okkur mikil vonbrigði sem eigum veiðirétt í Þjórsá að ræktunarstarfi síðustu áratuga skuli vera stefnt í svo mikla óvissu.“

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands