Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ökumaður þessa bíls var án efa heppinn með að sleppa lifandi eftir að hafa mætt dráttarvél með illa búnum heimasmíðuðum heyvagni í umdæmi lögreglustjórands á Suðurlandi á síðasta ári. Bíllinn var hreinlega ristur upp eins og sardínudós.
Ökumaður þessa bíls var án efa heppinn með að sleppa lifandi eftir að hafa mætt dráttarvél með illa búnum heimasmíðuðum heyvagni í umdæmi lögreglustjórands á Suðurlandi á síðasta ári. Bíllinn var hreinlega ristur upp eins og sardínudós.
Mynd / Lögreglan á Suðurlandi
Fréttir 22. nóvember 2016

Vegfarendum ógnað vegna ólöglegs ljósabúnaðar

Í ljósi mikillar aukningar á umferð síðustu ára vegna fjölgunar ferðamanna hefur lögreglan áhyggjur af ljósanotkun á eftirvögnum og landbúnaðar­tækjum í umferðinni. 
 
Lögreglustjórinn á Suðurlandi segir að brögð séu að því að eftirvagnar og önnur landbúnaðartæki séu algerlega ljóslaus og skapa þar af leiðandi talsverða hættu í umferðinni. 
 
Þá ber sérstaklega að nefna heimasmíðaða heyvagna (gamla baggavagna). Einnig má nefna stóra rúlluflutningavagna sem eru komnir yfir 6 metra að lengd og þurfa þar af leiðandi hliðarljós. Til eru nokkur dæmi þess á starfssvæði lögreglustjórans á Suðurlandi að umferðaróhöpp hafi orðið vegna slælegrar ljósanotkunar á eftirvögnum dráttarvéla. Þá hefur lögregla einnig orðið vör við að bændur noti vinnuljós aftan á dráttarvélunum til að bæta úr ljósleysi á eftirvagni. Það getur skapað mikla hættu fyrir umferð sem kemur aftan að vélinni. Í umferðarlögum frá 1987 nr. 50 segir í 32. gr. „Við akstur vélknúins ökutækis skulu lögboðin ljós eða önnur viðurkennd ökuljós vera tendruð“.  Þá segir í sömu grein:
„Ljós má eigi nota þannig að valdið geti öðrum glýju“.
 
Umferð um þjóðvegi landsins hefur aukist verulega á síðustu árum og mikil fjöldi ökumanna eru erlendir ferðamenn með mismikla reynslu í umferðinni. Því er enn meiri ásæða til að minna menn á lögboðna ljósanotkun. Auðvelt er að nálgast ljósabúnað af ýmsum gerðum í verslunum.
 
Lögreglan á Suðurlandi vill hvetja bændur og aðra þá sem eru með eftirvagna til að bæta úr þessu hið fyrsta. Bent er á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822, en þar er útlistað um áskilin og leyfð ljósker.
Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...