Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vegan festival 2016
Fréttir 9. ágúst 2016

Vegan festival 2016

Samtök grænmetisæta á Íslandi standa fyrir hinu árlega Vegan festivali í annað sinn laugardaginn 13. ágúst næstkomandi, kl 14, á Thorsplani í Hafnarfirði. 
 
Um er að ræða grillveislu og skemmtun fyrir vegan fólk og aðra sem hafa áhuga á að bragða á vegan grillmat. Markmið festivalsins er að gleðjast saman og fagna aukinni vitund og miklum árangri vegan hreyfingarinnar. 
 
Kynnir hátíðarinnar verður bandaríska vegan dragdrottningin og grallarinn Honey LaBronx. Aðrir skemmtikraftar eru m.a. tónlistarkonan Sóley og rapparinn Bróðir Big. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en veitingar verða seldar á hóflegu verði, 500 krónur fyrir vegan pylsu með öllu eða grillað Oumph! og gos. 
 
Sunnudaginn 14. ágúst kl 14 fylgir Honey LaBronx viðburðinum eftir með fyrirlestri um veganisma og réttindabaráttu minnihlutahópa í húsakynnum Gló í Fákafeni. Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir og eru gestir hvattir til að mæta snemma til að tryggja sér sæti. 
 
Vakin er athygli á Snapchat Samtakanna þar sem hitað er upp fyrir festivalið þessa vikuna. Notandanafnið er veganuar.
Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...