Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vegan festival 2016
Fréttir 9. ágúst 2016

Vegan festival 2016

Samtök grænmetisæta á Íslandi standa fyrir hinu árlega Vegan festivali í annað sinn laugardaginn 13. ágúst næstkomandi, kl 14, á Thorsplani í Hafnarfirði. 
 
Um er að ræða grillveislu og skemmtun fyrir vegan fólk og aðra sem hafa áhuga á að bragða á vegan grillmat. Markmið festivalsins er að gleðjast saman og fagna aukinni vitund og miklum árangri vegan hreyfingarinnar. 
 
Kynnir hátíðarinnar verður bandaríska vegan dragdrottningin og grallarinn Honey LaBronx. Aðrir skemmtikraftar eru m.a. tónlistarkonan Sóley og rapparinn Bróðir Big. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en veitingar verða seldar á hóflegu verði, 500 krónur fyrir vegan pylsu með öllu eða grillað Oumph! og gos. 
 
Sunnudaginn 14. ágúst kl 14 fylgir Honey LaBronx viðburðinum eftir með fyrirlestri um veganisma og réttindabaráttu minnihlutahópa í húsakynnum Gló í Fákafeni. Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir og eru gestir hvattir til að mæta snemma til að tryggja sér sæti. 
 
Vakin er athygli á Snapchat Samtakanna þar sem hitað er upp fyrir festivalið þessa vikuna. Notandanafnið er veganuar.
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...