Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vaxandi hluti brauðmetis landsmanna framleitt í útlöndum
Mynd / HKr.
Fréttir 3. júlí 2014

Vaxandi hluti brauðmetis landsmanna framleitt í útlöndum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Innflutningur hingað til lands á frosnu brauði og/eða deigi sem m.a. er notað til að baka snittubrauð, rúnnstykki eða sætabrauð af ýmsu tagi hefur aukist mikið undanfarin ár. Alls nam innflutningur á slíku deigi á 14 mánaða tímabili, frá mars árið 2013 til loka apríl í ár, um 1.800 tonnum. Tollskrárnúmer tóku breytingum 1. mars 2013 þegar sykurskattur í núverandi mynd tók gildi og því er ekki hægt um vik að nálgast upplýsingar um sömu tollskrárnúmer lengra aftur í tímann. Upplýsingar um innflutningstölur eru fengnar af vef Hagstofunnar og gefa vísbendingar um umfang þessa innflutnings.

Keppum ekki á jafnræðisgrundvelli

Jón Albert Kristinsson, formaður Landssambands bakarameistara, segir að um sé að ræða þróun sem orðið hafi á alllöngum tíma, líklega staðið yfir í um tvo áratugi, en hafi undanfarin ár aukist til muna. „Þetta er ákveðin þróun sem orðið hefur í þessum efnum og ekki neitt við henni að gera. Við bakarar erum talsmenn frjálsrar samkeppni en það er vissulega alvarlegt fyrir okkur sem í greininni störfum að við höfum ekki tækifæri á að keppa við þennan innflutning á jafnræðisgrundvelli. Ástæðan er sú að Ísland er lítill markaður og við framleiðum ekkert af því hráefni sem notað er í í brauð ef frá er talið vatnið sem er íslenskt.“

Gjaldeyrismálin skekkja samkeppnisstöðuna

Jón Albert segir íslenska bakara bera sig vel og þeir séu almennt hlynntir því að samkeppni ríki á þessum markaði. „Það skekkir niðurstöðuna hins vegar í þessu máli að við sitjum alls ekki við sama borð, krónan er á eilífu flökti á meðan gjaldmiðill þeirra landa sem okkur er ætlað að keppa við er stöðugur. Ef sú væri raunin hér á landi, stöðugri gjaldmiðill og sambærilegir vextir, yrði okkur betur gert kleift að keppa við þennan mikla innflutning á frosnu brauði og deigi,“ segir hann.

Verksmiðjubakarí framleiða úr eigin hveiti

Formaður Landssambands bakara­meistara telur að landsmenn geri sér almennt ekki grein fyrir því að rúnnstykki, snittubrauð og sætabrauð af hinu og þessu tagi sem keypt eru í stórmörkuðum eigi sér ekki íslenskan uppruna. „Eflaust halda margir að þeir séu að borða „íslenskt og nýbakað“ brauð þegar þeir grípa þetta með sér en svo þarf ekki að vera“.

Mikið er um innflutning á þessu frosna deigi og brauði frá Evrópulöndum, bæði Austur- og Vestur-Evrópulöndum. Þetta eru lönd þar sem gjarnan er mikil hveitiframleiðsla og verksmiðjubakarí hafa verið sett upp samhliða til að nýta eigið hveiti. Þessi bakarí selja svo framleiðslu sína um allan heim. Það er í raun saman hvort þú borðar rúnnstykki á hóteli í Reykjavík eða Kúala Lúmpúr, uppruninn er sá sami,“ segir Jón Albert.

Jón Albert segir vissulega umhugsunarefni að hægt sé að bjóða brauð á því verði sem raunin er í stórmörkuðum í ljósi þess að búið er að senda brauðið eða deigið frosið um langan veg frá meginlandi Evrópu og yfir hafið hingað til lands. Auk stórmarkaða er algengt að hótel og veitingastaðir bjóði upp á innflutt brauð, sem flutt hefur verið frosið hingað til landsins.

Viðskiptavinir afgreiða sig sjálfir og enginn fylgist með

Jón Albert nefnir einnig annað atriði sem skekki samkeppnisstöðu íslensku bakaríanna, en það eru heilbrigðismálin. Bakarí sitji fráleitt við sama borð og t.d. stórmarkaðir þegar kemur að heilbrigðiseftirlitinu. Ríkar kröfur séu gerðar til hollustuhátta þegar kemur að starfsemi íslenskra bakaría, en svo virðist sem þær reglur gildi ekki um stórmarkaði þar sem brauð er bakað í töluverðum mæli og viðskiptavinir afgreiða sig gjarnan sjálfir. „Við höfum alls ekki á móti því að gerðar séu til okkar kröfur um að heilbrigðismálin séu í lagi hjá okkur, en þykir líka eðlilegt að sama gildi um aðra. Fólk afgreiðir sig sjálft, gjarnan úr opnum rekkum. Enginn fylgist með hvort farið er með hendurnar í brauðið eða menn jafnvel hnerri óvart yfir það. Einnig finnst okkur bökurum undarlegt að það skuli vera leyfilegt að afgreiða opna ópakkaða vöru, eins og brauð á bensínstöðvum, oft af sama fólki og á sama tíma er að sýsla með olíu og aðra óþrifavöru. Mér vitanlega hefur heilbrigðiseftirlit ekki gert athugasemdir við þessa afgreiðsluhætti,“ segir Jón Albert.

Engin leið að stöðva þróunina

Hann segir enga leið að stöðva þá þróun sem orðið hafi í þessum efnum, flestir stórmarkaðir og stóru hótelin og veitingastaðirnir hér á landi hafi fyrir löngu dregið saman viðskipti sín við íslenska bakara. Brauðið er flutt inn sem frosið deig og/eða óbakað frosið brauð og viðskiptavinir hafa litla hugmynd um hvar í heiminum það hefur verið hrært saman. Töluverður gjaldeyrir fer einnig í kaup á þessari vöru og þá má leiða að því líkur að einhver störf yrðu til ef allt það brauð sem landsmenn neyta yrði framleitt hér á landi. 

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...