Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Útflutningur á svínakjöti að hefjast til Rússlands
Fréttir 26. september 2014

Útflutningur á svínakjöti að hefjast til Rússlands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Allt bendir til að útflutningur á svínakjöti til Rússlands hefjist fljótlega. Í fyrstu verða flutt út milli 100 og 200 tonn, sambærilegt verð fæst fyrir kjötið í Rússlandi og hér.

Geir Gunnar Geirsson, fram­kvæmda­stjóri Stjörnugríss, segir að það ráðist í vikunni hvort leyfi fáist til að flytja íslenskt svínakjöt til Rússlands. „Við erum búnir að vinna lengi í þessu og ég á ekki von á öðru en að leyfið fáist. Magnið sem um ræðir er milli 100 og 200 tonn að lágmarki og verðið er ásættanlegt og litlu lægra en fæst fyrir kjötið hér.“

Að sögn Geirs hefur innflutningur á svínakjöti gert framleiðendum hér erfitt um vik að losna við ákveðna vöruflokka og hluta svínakjötsins og því gott að fá aðgang að öðrum mörkuðum með þá. „Rússarnir kaupa skepnuna eins og hún leggur sig og taka því allt nema hrínið. Fáist leyfið munu við hefja útflutning við fyrsta tækifæri enda talsvert magn tilbúið í frystigeymslum.“

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...