Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Útflutningur á svínakjöti að hefjast til Rússlands
Fréttir 26. september 2014

Útflutningur á svínakjöti að hefjast til Rússlands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Allt bendir til að útflutningur á svínakjöti til Rússlands hefjist fljótlega. Í fyrstu verða flutt út milli 100 og 200 tonn, sambærilegt verð fæst fyrir kjötið í Rússlandi og hér.

Geir Gunnar Geirsson, fram­kvæmda­stjóri Stjörnugríss, segir að það ráðist í vikunni hvort leyfi fáist til að flytja íslenskt svínakjöt til Rússlands. „Við erum búnir að vinna lengi í þessu og ég á ekki von á öðru en að leyfið fáist. Magnið sem um ræðir er milli 100 og 200 tonn að lágmarki og verðið er ásættanlegt og litlu lægra en fæst fyrir kjötið hér.“

Að sögn Geirs hefur innflutningur á svínakjöti gert framleiðendum hér erfitt um vik að losna við ákveðna vöruflokka og hluta svínakjötsins og því gott að fá aðgang að öðrum mörkuðum með þá. „Rússarnir kaupa skepnuna eins og hún leggur sig og taka því allt nema hrínið. Fáist leyfið munu við hefja útflutning við fyrsta tækifæri enda talsvert magn tilbúið í frystigeymslum.“

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...