Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Upprunamerkingar fyrir matjurtir vantaði í mörgum tilfellum
Fréttir 4. september 2014

Upprunamerkingar fyrir matjurtir vantaði í mörgum tilfellum

Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga stóðu fyrir rannsókn á merkingu upprunalands á matjurtum frá september 2013 til maí 2014. Tilgangurinn var að kanna hvort upplýsingar sem skylt er að veita um uppruna væru til staðar, hvort þær væru læsilegar og hvort merkingarnar væru villandi.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að iðurstöður rannsóknarinnar sýna að margir ábyrgðaraðilar innpakkaðra matjurta og margar verslanir gefa skýrar og góðar upplýsingar um uppruna matjurta. Hins vegar eru einnig mörg dæmi um að upprunamerkingar, sem skylt er að merkja, vanti og er algengara að merkingar vanti á óinnpakkaðar matjurtir en innpakkaðar vörur. Allmargar verslanir þurfa því að bæta upprunamerkingar sínar, auk nokkurra pökkunaraðila.

Í tilkynningunni segir ennfremur:

„Neytendur vilja í auknum mæli vita hvaðan matvörurnar sem þeir neyta koma. Árið 2009 voru settar reglur hér á landi um upprunamerkingar ferskra matjurta. Skv. þeim verður upprunaland matjurta að koma fram þannig að neytendur viti hvar jurtirnar voru ræktaðar. Reglurnar ná þó ekki til allra matjurta. Þær ná fyrst og fremst til grænmetis og kryddjurta en ekki til ávaxta.

Rannsókn á upprunamerkingum matjurta var framkvæmd í 49 verslunum víða um land og voru um 368 innpakkaðar matjurtir og 292 óinnpakkaðar skoðaðar m.t.t. upprunamerkinga.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að á innpökkuðum matjurtum voru upplýsingar um upprunaland á 84% vara sem innihalda eina matjurtategund. Á vörum með blöndu af tegundum voru upplýsingar um upprunaland allra tegunda á þremur af hverjum fjórum vörum. Upplýsingar um upprunaland vantaði því á 16% þeirra vara sem innihalda eina tegund en á um fjórðung vara sem innihalda blöndu matjurta. Merkingar þessara vara voru vel læsilegar í 92% tilfella og skýrar í 93% tilfella. Í 7% tilfella voru merkingarnar taldar óskýrar eða villandi.

Þegar óinnpakkað grænmeti er selt verður upprunaland að koma skýrt fram við vöruna þannig að neytandi geti á greiðan hátt séð hvaðan það kemur. Rannsóknin leiddi í ljós að við þriðjung óinnpakkaðra matjurta vantaði upprunamerkingar eða upprunamerkingin var með þeim hætti að ekki var greinilegt að hún átti við matjurtina. Jafnframt sýndu niðurstöðurnar að við þriðjung óinnpakkaðra matjurta var upprunamerkingin ekki vel læsileg þótt hún væri til staðar.

Mikill munur er á milli verslana, sumar þeirra eru með allar óinnpakkaðar matjurtir vel merktar, en einnig eru dæmi um verslanir þar sem engar upprunamerkingar eru til staðar.

Framkvæmd rannsóknarinnar þegar litið er til þátttöku, fjölda skoðunarstaða og matvara var með þeim hætti að niðurstöðurnar ættu að gefa góða mynd af ástandi upprunamerkinga á þeim matjurtum sem skylt er að merkja skv. reglugerð.“

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...