Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Upprunamerkingar fyrir matjurtir vantaði í mörgum tilfellum
Fréttir 4. september 2014

Upprunamerkingar fyrir matjurtir vantaði í mörgum tilfellum

Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga stóðu fyrir rannsókn á merkingu upprunalands á matjurtum frá september 2013 til maí 2014. Tilgangurinn var að kanna hvort upplýsingar sem skylt er að veita um uppruna væru til staðar, hvort þær væru læsilegar og hvort merkingarnar væru villandi.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að iðurstöður rannsóknarinnar sýna að margir ábyrgðaraðilar innpakkaðra matjurta og margar verslanir gefa skýrar og góðar upplýsingar um uppruna matjurta. Hins vegar eru einnig mörg dæmi um að upprunamerkingar, sem skylt er að merkja, vanti og er algengara að merkingar vanti á óinnpakkaðar matjurtir en innpakkaðar vörur. Allmargar verslanir þurfa því að bæta upprunamerkingar sínar, auk nokkurra pökkunaraðila.

Í tilkynningunni segir ennfremur:

„Neytendur vilja í auknum mæli vita hvaðan matvörurnar sem þeir neyta koma. Árið 2009 voru settar reglur hér á landi um upprunamerkingar ferskra matjurta. Skv. þeim verður upprunaland matjurta að koma fram þannig að neytendur viti hvar jurtirnar voru ræktaðar. Reglurnar ná þó ekki til allra matjurta. Þær ná fyrst og fremst til grænmetis og kryddjurta en ekki til ávaxta.

Rannsókn á upprunamerkingum matjurta var framkvæmd í 49 verslunum víða um land og voru um 368 innpakkaðar matjurtir og 292 óinnpakkaðar skoðaðar m.t.t. upprunamerkinga.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að á innpökkuðum matjurtum voru upplýsingar um upprunaland á 84% vara sem innihalda eina matjurtategund. Á vörum með blöndu af tegundum voru upplýsingar um upprunaland allra tegunda á þremur af hverjum fjórum vörum. Upplýsingar um upprunaland vantaði því á 16% þeirra vara sem innihalda eina tegund en á um fjórðung vara sem innihalda blöndu matjurta. Merkingar þessara vara voru vel læsilegar í 92% tilfella og skýrar í 93% tilfella. Í 7% tilfella voru merkingarnar taldar óskýrar eða villandi.

Þegar óinnpakkað grænmeti er selt verður upprunaland að koma skýrt fram við vöruna þannig að neytandi geti á greiðan hátt séð hvaðan það kemur. Rannsóknin leiddi í ljós að við þriðjung óinnpakkaðra matjurta vantaði upprunamerkingar eða upprunamerkingin var með þeim hætti að ekki var greinilegt að hún átti við matjurtina. Jafnframt sýndu niðurstöðurnar að við þriðjung óinnpakkaðra matjurta var upprunamerkingin ekki vel læsileg þótt hún væri til staðar.

Mikill munur er á milli verslana, sumar þeirra eru með allar óinnpakkaðar matjurtir vel merktar, en einnig eru dæmi um verslanir þar sem engar upprunamerkingar eru til staðar.

Framkvæmd rannsóknarinnar þegar litið er til þátttöku, fjölda skoðunarstaða og matvara var með þeim hætti að niðurstöðurnar ættu að gefa góða mynd af ástandi upprunamerkinga á þeim matjurtum sem skylt er að merkja skv. reglugerð.“

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f