Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kýr númer 563 á  bænum Efri-Múla í Saurbæ í Dölum stolt með kálfana sína tvo.
Kýr númer 563 á bænum Efri-Múla í Saurbæ í Dölum stolt með kálfana sína tvo.
Mynd / KG
Fréttir 16. október 2014

Tvíkefld í tvígang

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kýr númer 563 á  bænum Efri-Múla í Saurbæ í Dölum hefur komið heldur betur á óvart hvað frjósemi varðar. Nú í vikubyrjun bar hún tveim kálfum, kvígu og nauti, og það sama gerðist í fyrra.

Í Efri-Múla búa Kristján Garðarsson og Herdís Reynisdóttir ásamt börnum sínum, Elísabetu Ásdísi, Stefáni Rafni og Árdísi Lilju. Kristján sagði í samtali við Bændablaðið að kýrin hafi einungis borið tvisvar og þetta sé afraksturinn.

Er að svara aukinni eftirspurn eftir nautakjöti

„Ég held að hún sé bara að svara eftirspurn eftir nautakjöti. Í fyrra bar hún seint um kvöld og ég tók hana úr stíunni og kálfinn með og setti hana á bás og fór svo. Þegar ég kom aftur í fjósið um morguninn lá annar kálfur fyrir aftan hana, en var dauður. Mig óraði ekki fyrir því að hún væri með tvo kálfa, enda var hún ekki þessleg í vextinum.

Núna var ég með hana inni í hlöðu ásamt öðrum geldkúm á undirburði. Ég sá þá að hún var borin. Þegar ég fór ásamt syni mínum að sækja hana varð mér á orði; „skyldu vera tveir hér?“ Þegar hjörðin færði sig til kom svo annar kálfur í ljós.“

Kristján segir að báðir kálfarnir hafi lifað þótt þeir hafi komið í heiminn aðeins fyrir tímann.
„Þeir eru litlir en sprækir og hlaupa um allt.“

Kristján og fjölskylda eru með 43 kýr og eitthvað yfir 100 geldneyti.  Kýrin frjósama fæddist 26. apríl árið 2010.  Móðir hennar er Litla Ljót frá Stökkum á Rauðasandi, en faðir naut nr. 0382 frá Lyngbrekku, Fellsströnd.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...