Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kýr númer 563 á  bænum Efri-Múla í Saurbæ í Dölum stolt með kálfana sína tvo.
Kýr númer 563 á bænum Efri-Múla í Saurbæ í Dölum stolt með kálfana sína tvo.
Mynd / KG
Fréttir 16. október 2014

Tvíkefld í tvígang

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kýr númer 563 á  bænum Efri-Múla í Saurbæ í Dölum hefur komið heldur betur á óvart hvað frjósemi varðar. Nú í vikubyrjun bar hún tveim kálfum, kvígu og nauti, og það sama gerðist í fyrra.

Í Efri-Múla búa Kristján Garðarsson og Herdís Reynisdóttir ásamt börnum sínum, Elísabetu Ásdísi, Stefáni Rafni og Árdísi Lilju. Kristján sagði í samtali við Bændablaðið að kýrin hafi einungis borið tvisvar og þetta sé afraksturinn.

Er að svara aukinni eftirspurn eftir nautakjöti

„Ég held að hún sé bara að svara eftirspurn eftir nautakjöti. Í fyrra bar hún seint um kvöld og ég tók hana úr stíunni og kálfinn með og setti hana á bás og fór svo. Þegar ég kom aftur í fjósið um morguninn lá annar kálfur fyrir aftan hana, en var dauður. Mig óraði ekki fyrir því að hún væri með tvo kálfa, enda var hún ekki þessleg í vextinum.

Núna var ég með hana inni í hlöðu ásamt öðrum geldkúm á undirburði. Ég sá þá að hún var borin. Þegar ég fór ásamt syni mínum að sækja hana varð mér á orði; „skyldu vera tveir hér?“ Þegar hjörðin færði sig til kom svo annar kálfur í ljós.“

Kristján segir að báðir kálfarnir hafi lifað þótt þeir hafi komið í heiminn aðeins fyrir tímann.
„Þeir eru litlir en sprækir og hlaupa um allt.“

Kristján og fjölskylda eru með 43 kýr og eitthvað yfir 100 geldneyti.  Kýrin frjósama fæddist 26. apríl árið 2010.  Móðir hennar er Litla Ljót frá Stökkum á Rauðasandi, en faðir naut nr. 0382 frá Lyngbrekku, Fellsströnd.

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...