Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.
Fréttir 11. september 2014

Tíu störf lögð niður við LbhÍ um næstu mánaðamót

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á síðasta ári fór rekstur Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) talsvert fram úr fjárhagsáætlun. Skólanum er gert að greiða 10 milljónir króna til baka í ríkissjóð á þessu ári, en síðan um 35 milljónir á næsta ári. Skiptar skoðanir eru um hvort sameina skuli Landbúnaðarháskólann og Háskóla Íslands.

Björn Þorsteinson, rektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, greindi starfsmönnum skólans frá því á fundi fyrir skömmu að vegna aðhaldsaðgerða í rekstri skólans yrðu tíu störf lögð niður um næstu mánaðamót.

Niðurskurðaráætlun sem tekur gildi um áramót

„Í september munum við hrinda í framkvæmd niðurskurðaráætlun sem tekur gildi um næstu áramót. Með áætluninni teljum við að búið sé að koma fjárhagsáætlun skólans inn fyrir þann fjárhagsramma sem okkur er ætlaður og felst í því að ná endum saman og endurgreiða 35 milljónir í ríkissjóð 2015.

Okkur hefur verið ljóst frá því snemma í vor að við yrðum að fara í þessar endurgreiðslur til ríkissjóðs og unnum eftir það samkvæmt neyðaráætlun. Afleiðing þessa var að ýmsir starfsmenn urðu uggandi um sinn hag og nokkrir hafa þegar fundið sér önnur störf sem gerði það að verkum að núverandi fjárhagsár gengur upp,“ segir Björn.

Leggja niður tíu störf

„Til þess að fjárhagsáætlun næsta árs standist þarf aftur á móti að leggja niður tíu störf til viðbótar. Viðkomandi starfsmenn koma til með að hætta um næstu áramót en kostnaði okkar af sumum þeirra er þó ekki að öllu leyti lokið því menn eiga eftir atvikum rétt á biðlaunum. Áhrifin af niðurlagningu starfanna koma því missnemma fram.“

Björn segir að ekki sé búið að segja starfsfólkinu hverjir komi til með að missa starfið en búið er að greina almennt frá áformunum og að það verði þung spor þegar kemur að því að færa því uppsagnarbréfin. „Það er ömurlegt að sjá að baki fólki sem maður vill ekki missa.“

Þrátt fyrir að uppsagnir af þessu tagi séu erfiðar og höggvi skarð í starfsemina munu þær skila sparnaði sem nægir til þess að leiðrétta innbyggðan hallarekstur skólans og gerir okkur kleift að eiga fyrir endurgreiðslum og brýnustu nýráðningum.“

Forsendur sparnaðaráformanna

Björn segir að sparnaðaráformin séu unnin út frá eins faglegum forsendum og nokkur möguleiki sé á.


„Í fyrsta lagi er stefnt að því að verja kennslu og rannsóknir við skólann. Í öðru lagi fórnum við þremur verkefnum sem ekki falla beint undir kjarnastarfsemi skólans þar sem tekjur af þeim nægja ekki til reksturs þeirra. Þriðja forsenda er að endurskipuleggja mönnun stoðsviða og uppbyggingu þeirra. Í fjórða lagi eru breytingarnar hugsaðar þannig að sókn til uppbygginga skólans verði sem auðveldust eftir að við erum komnir í gegnum núverandi þrengingar.“

Að sögn Björns hefur skólinn tapað frá sér fólki undanfarið sem hann getur ekki verið án. „Brotthvarf starfsmanna hvort sem það er vegna aldurs eða erfiðrar fjárhagsstöðu er að skilja eftir sig faglegar eyður sem við verðum að endurskipa fólki í.“

Strandaði á pólitísku skeri

Sameining Landbúnaðarháskólans og Háskóla Íslands hefur verið talsvert í umræðunni en að sögn Björns strandaði hugmyndin á pólitísku skeri.

„Ráðherra hafði sett sér að skól­arnir yrðu sameinaðir og ég er á sama máli. Hugmyndin um sameininguna er grundvölluð á ítarlegri stefnumótunarvinnu fagaðila meðal annarra á vegum Vísinda- og tækniráðs.“

Spurður um hvað hann eigi við með því að segja að hugmyndin hafi strandað á pólitísku skeri segir Björn að sveitarstjórnarmenn í Borgarbyggð og Bændasamtök Íslands hafi lagst mjög gegn sameiningunni og á þeirri sveif séu þingmenn Norðvesturkjördæmis. „Ráðherra telur sig því ekki hafa þingmeirihluta fyrir sameiningunni og þegar upp er staðið er það Alþingi sem ræður.“

Akademían vill sameiningu

„Ég tilheyri þeim stóra  meirihluta akademískra starfsmanna við LbhÍ sem styður sameiningaráformin og tel þau vera báðum skólum til hagsbóta.

Við sem styðjum sameininguna teljum að það eigi ekki að reka háskólanám eins og gert er við Landbúnaðarháskólann sem afgirt og einangrað eyland. Námið á að vera hluti af samtvinnaðri heild í stærra fræðasamhengi enda þarf okkar fagsvið að ná betri tengingu inn í aðra fræðigreinar eins og hagfræði,  matvælafræði og verkfræði svo dæmi séu tekin.

Hvað náttúrufræðikennslu varðar þá erum við að kenna náttúrufræði með vistfræðilegum og nýtingartengdum áherslum sem er ólík þeim áherslum sem eru við Háskóla Íslands sem leggur áherslu á aðgreindar sérgreinar  t.d. líffræði og jarðfræði  og ég veit að kennarar á þeim sviðum við Háskóla Íslands sjá ýmsa möguleika í gagnkvæmum samlegðarmöguleikum.

Ef við horfum til staðsetningar Landbúnaðarháskólans þá höfum við upp á margt áhugavert að bjóða fyrir Háskóla Íslands hvað varðar aðgang að fjölbreytilegu landi og aðstöðu til rannsókna,  útinámskeiða og aðstöðu til funda- og ráðstefnuhalds bæði á Hvanneyri og á Reykjum í Ölfusi.“

Meiri aðsókn á starfsmenntabraut

Aðsókn að Landbúnaðarháskólanum var rýrari í haust en undanfarið. Ekki var hægt að taka nemendur inn á tvær brautir vegna þess hver fáir þeir voru og því ekki réttlætanlegt að halda úti kennslu á þeim brautum vegna kostnaðar.

„Aðsókn var meiri á starfs­menntabrautum en almennt rýrari á háskólabrautir og við teljum að það tengist að einhverjum hluta atvinnuástandinu í landinu,“ en ekki er hægt að útiloka neikvæð áhrif umræðu um erfiða stöðu skólans og óvissu um framtíð hans, segir Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskólar Íslands.

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld