Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tillaga að 140 milljón lítra greiðslumarki mjólkur 2015
Fréttir 22. september 2014

Tillaga að 140 milljón lítra greiðslumarki mjólkur 2015

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði leggja til Framkvæmdanefnd búvörusamninga og landbúnaðarráðherra að greiðslumark mjólkur á næsta ári verði 140 milljónir lítra. Þetta er 12% aukning frá yfirstandandi ári og endurspeglar mikla söluaukningu mjólkurafurða og þörf fyrir auknar birgðir til að mæta sveiflum í framleiðslu og sölu. Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda.

Undanfarin misseri hefur orðið mikil söluaukning, einkum í fitumeiri vörum á borð við smjör, rjóma, osta og nýmjólk.  Samtök afurðastöðva telja að þetta endurspegli gæði framleiðslunnar, hóflegt verð og trú neytenda á hollustu íslenskra mjólkurafurða. Bændur hafa brugðist við söluaukningu með því að fjölga kúm og leggja áherslu á aukna nyt.

Samhliða þessari aukningu á greiðslumarkinu mun Landssamband kúabænda leggja til breytingar á innbyrðis skiptingu beingreiðslna þannig að:


•Hlutdeild A-hluta verði 40% (var 47,67%).
•Hlutdeild B-hluta verði 35% (var 35,45%).
•Hlutdeild C-hluta verði 25% (var 16,88%). ◦Skipting C-greiðslna milli mánaða verði 15% pr. mánuð júní-nóvember og 10% í desember.


Jafnframt verði framleiðsluskylda vegna A-hluta beingreiðslna verði 100% árið 2015, en hún er 95% í ár. Þessar breytingar eru í fullu samræmi við tillögu aðalfundar LK 2014 um þessi málefni.

Þá skal tekið fram að aukning á greiðslumarki mjólkur hefur ekki áhrif á upphæð opinbers stuðnings við mjólkurframleiðsluna./
 

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...