Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tillaga að 140 milljón lítra greiðslumarki mjólkur 2015
Fréttir 22. september 2014

Tillaga að 140 milljón lítra greiðslumarki mjólkur 2015

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði leggja til Framkvæmdanefnd búvörusamninga og landbúnaðarráðherra að greiðslumark mjólkur á næsta ári verði 140 milljónir lítra. Þetta er 12% aukning frá yfirstandandi ári og endurspeglar mikla söluaukningu mjólkurafurða og þörf fyrir auknar birgðir til að mæta sveiflum í framleiðslu og sölu. Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda.

Undanfarin misseri hefur orðið mikil söluaukning, einkum í fitumeiri vörum á borð við smjör, rjóma, osta og nýmjólk.  Samtök afurðastöðva telja að þetta endurspegli gæði framleiðslunnar, hóflegt verð og trú neytenda á hollustu íslenskra mjólkurafurða. Bændur hafa brugðist við söluaukningu með því að fjölga kúm og leggja áherslu á aukna nyt.

Samhliða þessari aukningu á greiðslumarkinu mun Landssamband kúabænda leggja til breytingar á innbyrðis skiptingu beingreiðslna þannig að:


•Hlutdeild A-hluta verði 40% (var 47,67%).
•Hlutdeild B-hluta verði 35% (var 35,45%).
•Hlutdeild C-hluta verði 25% (var 16,88%). ◦Skipting C-greiðslna milli mánaða verði 15% pr. mánuð júní-nóvember og 10% í desember.


Jafnframt verði framleiðsluskylda vegna A-hluta beingreiðslna verði 100% árið 2015, en hún er 95% í ár. Þessar breytingar eru í fullu samræmi við tillögu aðalfundar LK 2014 um þessi málefni.

Þá skal tekið fram að aukning á greiðslumarki mjólkur hefur ekki áhrif á upphæð opinbers stuðnings við mjólkurframleiðsluna./
 

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...