Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Terra Madre dagurinn haldinn hátíðlegur í dag
Fréttir 10. desember 2014

Terra Madre dagurinn haldinn hátíðlegur í dag

Höfundur: smh

Á hverju ári heldur alþjóðlega Slow Food-hreyfingin 10. desember hátíðlegan. Þá er haldið upp á Terra Madre-daginn (dag móður jarðar). Slow Food-hreyfingin var stofnuð þennan dag fyrir 25 árum.

Fólk kemur þá saman úti um allan heim sem áhuga hefur á að borða góðan mat úr héraði, efna til bændamarkaða með mat úr héraði, eða til að slá upp öðrum viðburðum í anda Slow Food-hugsjónarinnar.

Í ár var ákveðið hér á Íslandi að biðla til veitingamanna á landinu sem aðhyllast Slow Food-hugmyndafræðina og eru með veitingastað – eða senda mat til  fyrirtækja – að elda og bjóða upp á súpu eftir eigin uppskrift. Hún yrði þá eingöngu unnin úr íslensku hráefni og ef hægt er; með hráefni sem er um borð í Bragðörkinni (sjá nánar um íslenskar afurðir Bragðarkarinnar á www.slowfood.is).

Slow Food-hreyfingin stofnuð á þessum degi

Hinn 10. desember 1989, fyrir 25 árum síðan, voru Slow Food-samtökin stofnuð formlega í Bra á Ítalíu – í Piemontehéraði. Terra Madre, sem þýðir móðir jörð, hefur verið heitið á samkomu matarsamfélaga („food communities“) víðs vegar að úr heiminum, sem er haldin á tveggja ára fresti í Tórínó á sama tíma og matarsýningin Salone del Gusto. Þessi matarsamfélög samanstanda af matreiðslumönnum, smáframleiðendum, ungu áhugafólki um matreiðslu, bændum, sjómönnum, fræðimönnum og neytendum. Þessi samfélög halda í heiðri matvælaframleiðslu sem fer eftir gildum Slow Food-hreyfingarinnar; um að maturinn eigi að koma úr héraði, vera góður og hreinn – og framleiddur og seldur með sanngirni að leiðarljósi.

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...