Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Terra Madre dagurinn haldinn hátíðlegur í dag
Fréttir 10. desember 2014

Terra Madre dagurinn haldinn hátíðlegur í dag

Höfundur: smh

Á hverju ári heldur alþjóðlega Slow Food-hreyfingin 10. desember hátíðlegan. Þá er haldið upp á Terra Madre-daginn (dag móður jarðar). Slow Food-hreyfingin var stofnuð þennan dag fyrir 25 árum.

Fólk kemur þá saman úti um allan heim sem áhuga hefur á að borða góðan mat úr héraði, efna til bændamarkaða með mat úr héraði, eða til að slá upp öðrum viðburðum í anda Slow Food-hugsjónarinnar.

Í ár var ákveðið hér á Íslandi að biðla til veitingamanna á landinu sem aðhyllast Slow Food-hugmyndafræðina og eru með veitingastað – eða senda mat til  fyrirtækja – að elda og bjóða upp á súpu eftir eigin uppskrift. Hún yrði þá eingöngu unnin úr íslensku hráefni og ef hægt er; með hráefni sem er um borð í Bragðörkinni (sjá nánar um íslenskar afurðir Bragðarkarinnar á www.slowfood.is).

Slow Food-hreyfingin stofnuð á þessum degi

Hinn 10. desember 1989, fyrir 25 árum síðan, voru Slow Food-samtökin stofnuð formlega í Bra á Ítalíu – í Piemontehéraði. Terra Madre, sem þýðir móðir jörð, hefur verið heitið á samkomu matarsamfélaga („food communities“) víðs vegar að úr heiminum, sem er haldin á tveggja ára fresti í Tórínó á sama tíma og matarsýningin Salone del Gusto. Þessi matarsamfélög samanstanda af matreiðslumönnum, smáframleiðendum, ungu áhugafólki um matreiðslu, bændum, sjómönnum, fræðimönnum og neytendum. Þessi samfélög halda í heiðri matvælaframleiðslu sem fer eftir gildum Slow Food-hreyfingarinnar; um að maturinn eigi að koma úr héraði, vera góður og hreinn – og framleiddur og seldur með sanngirni að leiðarljósi.

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun