Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Terra Madre dagurinn haldinn hátíðlegur í dag
Fréttir 10. desember 2014

Terra Madre dagurinn haldinn hátíðlegur í dag

Höfundur: smh

Á hverju ári heldur alþjóðlega Slow Food-hreyfingin 10. desember hátíðlegan. Þá er haldið upp á Terra Madre-daginn (dag móður jarðar). Slow Food-hreyfingin var stofnuð þennan dag fyrir 25 árum.

Fólk kemur þá saman úti um allan heim sem áhuga hefur á að borða góðan mat úr héraði, efna til bændamarkaða með mat úr héraði, eða til að slá upp öðrum viðburðum í anda Slow Food-hugsjónarinnar.

Í ár var ákveðið hér á Íslandi að biðla til veitingamanna á landinu sem aðhyllast Slow Food-hugmyndafræðina og eru með veitingastað – eða senda mat til  fyrirtækja – að elda og bjóða upp á súpu eftir eigin uppskrift. Hún yrði þá eingöngu unnin úr íslensku hráefni og ef hægt er; með hráefni sem er um borð í Bragðörkinni (sjá nánar um íslenskar afurðir Bragðarkarinnar á www.slowfood.is).

Slow Food-hreyfingin stofnuð á þessum degi

Hinn 10. desember 1989, fyrir 25 árum síðan, voru Slow Food-samtökin stofnuð formlega í Bra á Ítalíu – í Piemontehéraði. Terra Madre, sem þýðir móðir jörð, hefur verið heitið á samkomu matarsamfélaga („food communities“) víðs vegar að úr heiminum, sem er haldin á tveggja ára fresti í Tórínó á sama tíma og matarsýningin Salone del Gusto. Þessi matarsamfélög samanstanda af matreiðslumönnum, smáframleiðendum, ungu áhugafólki um matreiðslu, bændum, sjómönnum, fræðimönnum og neytendum. Þessi samfélög halda í heiðri matvælaframleiðslu sem fer eftir gildum Slow Food-hreyfingarinnar; um að maturinn eigi að koma úr héraði, vera góður og hreinn – og framleiddur og seldur með sanngirni að leiðarljósi.

Innheimta svæðisgjalda
Fréttir 31. mars 2023

Innheimta svæðisgjalda

Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhv...

Áframhaldandi samstarf
Fréttir 31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf

Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) /Beint frá býli ...

Fengu ný verkfæri
Fréttir 30. mars 2023

Fengu ný verkfæri

Nemendum og kennurum í pípulögnum í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru á dögunum...

Vafi á réttmæti líftölumælinga
Fréttir 30. mars 2023

Vafi á réttmæti líftölumælinga

Auðhumla hefur tekið þá ákvörðun að nýta ekki niðurstöður úr líftölumælingum til...

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...