Tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 32 milljarða króna
Samkvæmt því sem segir á vef Hagstofu Íslands var tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 32 milljarða króna árið 2013 eða 1,7% af landsframleiðslu.
Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 65,2 milljarða króna árið 2012 eða 3,7% af landsframleiðslu.
Tekjur hins opinbera námu um 796 milljörðum króna og jukust um 55 milljarða króna milli ára eða um 7,4%. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 42,5%.
Útgjöld hins opinbera voru 828 milljarðar króna og jukust um 22 milljarða króna milli ára eða 2,7% en hlutfall þeirra af landsframleiðslu var 44,2%.