Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir ánægðar á markaðnum í mars.
Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir ánægðar á markaðnum í mars.
Mynd / Hkr.
Fréttir 19. ágúst 2014

Sýningarsvæðið stækkað fyrir sumarmarkað Búrsins

Höfundur: /smh

Ljúfmetisverslunin Búrið býður til sumarmarkaðar helgina 30. og 31. ágúst næstkomandi í Hörpu. Opið verður báða dagana frá 11-17. Matarmarkaðir Búrsins hafa notið gríðarlegra vinsælda á undanförnum misserum og er skemmst að minnast vetrarmarkaðarins í mars síðastliðnum þegar aðsóknarmet var slegið í Hörpu.

„Við gerðum samning við Hörpu um að við myndum halda þrjá markaði á þessu ári. Við héldum einn í mars, svo er það þessi í lok ágúst og sá síðasti verður í nóvember. Við héldum jólamarkað í Hörpu í desember og það komu 16.000 manns á hann. Síðan var tvöföldun á fjöldanum sem kom í mars – en þá var að vísu haldið Búnaðarþing á sama tíma og svo var lokadagur Food and fun-hátíðarinnar í gangi á sama tíma,“ segir Eirný Sigurðardóttir, eigandi Búrsins.

Eirný segir að í það hafi komið á daginn að svæðið sem notað var undir markaðinn í mars hafi verið of lítið fyrir allan þennan mannfjölda. „Fólk verður að geta komist vandræðalaust á milli framleiðenda og því ætlum við núna að stækka svæðið til muna; þannig að nú nái það í raun meira og minna alla leið að inngangi Hörpu – og myndi þannig samfellt svæði með útisvæðinu.“

Eirný hvetur bændur – og aðra matvælaframleiðendur og matarhandverksfólk sem áhuga hafa á að taka þátt – til að setja sig í samband við sig. Símanúmerið í Búrinu er 551 8400 og tölvupóstfangið burid@burid.is.

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...