Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir ánægðar á markaðnum í mars.
Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir ánægðar á markaðnum í mars.
Mynd / Hkr.
Fréttir 19. ágúst 2014

Sýningarsvæðið stækkað fyrir sumarmarkað Búrsins

Höfundur: /smh

Ljúfmetisverslunin Búrið býður til sumarmarkaðar helgina 30. og 31. ágúst næstkomandi í Hörpu. Opið verður báða dagana frá 11-17. Matarmarkaðir Búrsins hafa notið gríðarlegra vinsælda á undanförnum misserum og er skemmst að minnast vetrarmarkaðarins í mars síðastliðnum þegar aðsóknarmet var slegið í Hörpu.

„Við gerðum samning við Hörpu um að við myndum halda þrjá markaði á þessu ári. Við héldum einn í mars, svo er það þessi í lok ágúst og sá síðasti verður í nóvember. Við héldum jólamarkað í Hörpu í desember og það komu 16.000 manns á hann. Síðan var tvöföldun á fjöldanum sem kom í mars – en þá var að vísu haldið Búnaðarþing á sama tíma og svo var lokadagur Food and fun-hátíðarinnar í gangi á sama tíma,“ segir Eirný Sigurðardóttir, eigandi Búrsins.

Eirný segir að í það hafi komið á daginn að svæðið sem notað var undir markaðinn í mars hafi verið of lítið fyrir allan þennan mannfjölda. „Fólk verður að geta komist vandræðalaust á milli framleiðenda og því ætlum við núna að stækka svæðið til muna; þannig að nú nái það í raun meira og minna alla leið að inngangi Hörpu – og myndi þannig samfellt svæði með útisvæðinu.“

Eirný hvetur bændur – og aðra matvælaframleiðendur og matarhandverksfólk sem áhuga hafa á að taka þátt – til að setja sig í samband við sig. Símanúmerið í Búrinu er 551 8400 og tölvupóstfangið burid@burid.is.

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...