Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sveiflast í samræmi við framboð og eftirspurn
Fréttir 25. nóvember 2014

Sveiflast í samræmi við framboð og eftirspurn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ágreiningur er milli Sláturfélags Suðurlands og svínabænda um verð. Framboð á svínakjöti hefur aukist á árinu sem hefur leitt til verðlækkunar á markaði að sögn forstjóra SS.

„Venjulega tjáir Sláturfélag Suðurlands sig ekki að fyrra bragði um mál sem tengjast einstaka innleggjendum enda um trúnaðarmál milli okkar og bænda að ræða,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri SS.

Verðbreytingar ráðast af framboði og eftirspurn

„Innkaupsverð á svínakjöti sveiflast upp og niður í samræmi við framboð og eftirspurn en þó er það ekki alltaf þannig að verð til neytenda á öllum vörum hækki eða lækki með sama hætti og verð til bænda. Hrávara tekur hröðum breytingum en verð á fullunnum vörum breytist hægar og reynt að halda meiri stöðugleika í verði þeirra.

Verð á svínakjöti hækkaði talsvert til bænda árið 2012 og fram til febrúar 2013 er það fór hæst í 480 krónur á kíló en hefur sigið niður aftur í nokkrum skrefum og er 415 krónur í dag. Lækkun á þessu ári er um 9%.“

Í nýlegu fréttabréfi SS var þróun meðalafurðaverðs hvers árs til bænda frá árinu 2002 til ársins 2013 birt. Þar má sjá að nautakjöt hækkaði um 135%, kindakjöt um 145% og svínakjöt um 162% á tímabilinu.

Steinþór segir að SS hafi lækkað heildsöluverð á ýmsum vörum sem unnar eru úr reyktu og söltuðu svínakjöti í síðustu viku. Auk þess sem útsölur á svínakjöti hafi verið algengar undanfarið.

Ágreiningur um verð

Steinþór segir að Sláturfélag Suðurlands hafi sagt upp öllum samningum við svínabændur vegna þess að orðalag samninganna sé óheppilegt og bjóði upp á mismunandi túlkun.

„Kjarni málsins, af okkar hálfu, er að við verðum að gefa upp það verð sem við getum greitt fyrir svín eins og aðrar kjöttegundir. Í þessu tilfelli eru svínabændur ekki sammála um hvert verðið ætti að vera. Við höfum tjáð þeim að þeir séu ekki bundnir af innleggsáætlunum og geti selt svín sín annað ef aðrir vilja borga hærra verð.“

Mikið framboð

„Framboð svínakjöts á markaði er mikið og ástæða þess tvíþætt. Annars vegar hefur innlend framleiðsla aukist um 3,6% á síðustu 12 mánuðum og hins vegar aukinn innflutningur á kjöti.

Í október síðastliðnum jókst innlend framleiðsla á svínakjöti um 0,5% en salan dróst saman um 15%. Ef við lítum aftur á móti á sömu tölur þrjá mánuði aftur í tímann þá var framleiðsluminnkun um 2,6% en söluminnkun um 8,7%.

Árið 2013 voru flutt inn 465 tonn og það sem af er þessu ári er innflutningurinn 527 tonn. Ef við gerum ráð fyrir að innflutningurinn verði svipaður það sem eftir er ársins má búast við að heildarinnflutningurinn verði 632 tonn sem er 40% aukning frá síðasta ári.

Verðlækkunin til bænda á árinu er því samspil framleiðsluaukningar og aukins innflutnings,“ segir Steinþór.

Flytja ekki sjálfir inn svínakjöt

Þegar Steinþór er spurður hvaða verð SS greiðir fyrir innflutt svínakjöt segir hann að SS hafi ekki flutt inn svínakjöt í mörg ár og vinni úr innlendu svínakjöti.

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...