Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sveiflast í samræmi við framboð og eftirspurn
Fréttir 25. nóvember 2014

Sveiflast í samræmi við framboð og eftirspurn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ágreiningur er milli Sláturfélags Suðurlands og svínabænda um verð. Framboð á svínakjöti hefur aukist á árinu sem hefur leitt til verðlækkunar á markaði að sögn forstjóra SS.

„Venjulega tjáir Sláturfélag Suðurlands sig ekki að fyrra bragði um mál sem tengjast einstaka innleggjendum enda um trúnaðarmál milli okkar og bænda að ræða,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri SS.

Verðbreytingar ráðast af framboði og eftirspurn

„Innkaupsverð á svínakjöti sveiflast upp og niður í samræmi við framboð og eftirspurn en þó er það ekki alltaf þannig að verð til neytenda á öllum vörum hækki eða lækki með sama hætti og verð til bænda. Hrávara tekur hröðum breytingum en verð á fullunnum vörum breytist hægar og reynt að halda meiri stöðugleika í verði þeirra.

Verð á svínakjöti hækkaði talsvert til bænda árið 2012 og fram til febrúar 2013 er það fór hæst í 480 krónur á kíló en hefur sigið niður aftur í nokkrum skrefum og er 415 krónur í dag. Lækkun á þessu ári er um 9%.“

Í nýlegu fréttabréfi SS var þróun meðalafurðaverðs hvers árs til bænda frá árinu 2002 til ársins 2013 birt. Þar má sjá að nautakjöt hækkaði um 135%, kindakjöt um 145% og svínakjöt um 162% á tímabilinu.

Steinþór segir að SS hafi lækkað heildsöluverð á ýmsum vörum sem unnar eru úr reyktu og söltuðu svínakjöti í síðustu viku. Auk þess sem útsölur á svínakjöti hafi verið algengar undanfarið.

Ágreiningur um verð

Steinþór segir að Sláturfélag Suðurlands hafi sagt upp öllum samningum við svínabændur vegna þess að orðalag samninganna sé óheppilegt og bjóði upp á mismunandi túlkun.

„Kjarni málsins, af okkar hálfu, er að við verðum að gefa upp það verð sem við getum greitt fyrir svín eins og aðrar kjöttegundir. Í þessu tilfelli eru svínabændur ekki sammála um hvert verðið ætti að vera. Við höfum tjáð þeim að þeir séu ekki bundnir af innleggsáætlunum og geti selt svín sín annað ef aðrir vilja borga hærra verð.“

Mikið framboð

„Framboð svínakjöts á markaði er mikið og ástæða þess tvíþætt. Annars vegar hefur innlend framleiðsla aukist um 3,6% á síðustu 12 mánuðum og hins vegar aukinn innflutningur á kjöti.

Í október síðastliðnum jókst innlend framleiðsla á svínakjöti um 0,5% en salan dróst saman um 15%. Ef við lítum aftur á móti á sömu tölur þrjá mánuði aftur í tímann þá var framleiðsluminnkun um 2,6% en söluminnkun um 8,7%.

Árið 2013 voru flutt inn 465 tonn og það sem af er þessu ári er innflutningurinn 527 tonn. Ef við gerum ráð fyrir að innflutningurinn verði svipaður það sem eftir er ársins má búast við að heildarinnflutningurinn verði 632 tonn sem er 40% aukning frá síðasta ári.

Verðlækkunin til bænda á árinu er því samspil framleiðsluaukningar og aukins innflutnings,“ segir Steinþór.

Flytja ekki sjálfir inn svínakjöt

Þegar Steinþór er spurður hvaða verð SS greiðir fyrir innflutt svínakjöt segir hann að SS hafi ekki flutt inn svínakjöt í mörg ár og vinni úr innlendu svínakjöti.

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 18. júní 2025

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Þann 6. júní síðastliðinn brautskráðust nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands ...