Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sumarið var garðyrkjubændum hagstætt.
Sumarið var garðyrkjubændum hagstætt.
Fréttir 9. september 2016

Sumarið var garðyrkjubændum gott

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Það er óhætt að segja að á sunnanverðu landinu hafi þetta verið eitt besta sumar í manna minnum,“ segir Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. 
 
Uppskera er með besta móti eftir hagstætt sumar og nú er að sjá hvernig haustið leikur landsmenn, haustrigningar sem algengar eru í fjórðungnum hafa á stundum gert grænmetisbændum lífið leitt.
 
Engin vorhret eða önnur áföll
 
Helgi segir að allt hafi fram til þessa fallið með grænmetisbændum á Suðurlandi, þar sem stærstur hluti ræktunarinnar fer fram.
 
„Vorið kom á réttum tíma og sumarið sem á eftir fór var hlýtt og raki nánast eftir þörfum. Að þessu sinni þurftum við ekki að glíma við vorhret eða önnur áföll. Almennt var veðurfar í meðallagi í öllum landshlutum,“ segir hann.
 
Þær tegundir sem hafa skamma viðdöl á markaði, eins og blómkál og spergilkál, uxu að sögn Helga nánast of hratt, framboð dreifðist því á fáar vikur. „Það sem menn ætluðu sér að uppskera í september kom allt upp í ágúst,“ segir Helgi.
 
Haustveðrið ræður miklu um framhaldið
 
Það grænmeti sem ræktað er til geymslu, eins og til að mynda gulrófur, hvít- og rauðkál, kínakál, gulrætur og kartöflur, er enn í ökrum, en væntanleg uppskera fer í hús á næstu vikum.
 
„Það lítur allt út fyrir að sú vara verði góð og í miklu magni, þannig að miklar annir eru framundan að ná uppskerunni í hús. 
 
Það ræðst svo af veðri næstu daga og vikur hvernig gengur að uppskera. Miklar haustrigningar hafa oft gert grænmetisbændum lífið leitt, tafið fyrir og jafnvel skemmt uppskeru. Þannig að það má orða það svo að ekki sé sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Hins vegar er staðan þannig að verði haustið gott þurfa grænmetisbændur alls ekki að kvarta,“ segir Helgi. 

50 myndir:

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...