Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Stækkun vegakerfa hættuleg náttúrunni
Fréttir 6. mars 2015

Stækkun vegakerfa hættuleg náttúrunni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lagning nýrra vega í þróunarlöndunum er náttúrunni meiri ógn en allar, stíflur, námur, olíuvinnsla og stækkun borga samanlagt samkvæmt því sem segir í nýlegri skýrslu sem unnin var við Cook háskóla í Ástralíu.

Ástæðan fyrir því að vegir eru náttúrunni svona hættulegir eru sagðir vera að þeir opni fyrir og auðveldi aðgengi veiðiþjófa og þeirra sem stunda ólöglegt skógarhögg að áður óaðgengilegum stöðum og ósnertri náttúru.

Í skýrslunni segir að nýir vegir um áður ósnert svæði verði nú til sem aldrei fyrr og áhrif þeirra nái langt út fyrir vegbrúnir þeirra. Ennfremur segir að áhrif vegagerðar séu sjaldan talin með þegar rætt séu um nauðsyn þess að vernda náttúruna. Vegir um regnskóga Suður Ameríku og víðar í heiminum eru sagðir sérstaklega varasamir þar sem þeir auðveldi að gengi að skógunum og um leið ólöglegt skógarhögg.

Sem dæmi um tengsl vegagerðar og náttúruspjalla er að í Kongó hafa skógarhöggsfyrirtæki lagt um 50.000 kílómetra að vegum frá síðustu aldamótum. Á sama tíma hafa um tveir þriðju að villtum fílum í sömu skógum fallið fyrir veiðiþjófum.
 

Skylt efni: Vegagerð | náttúruvernd

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...