Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Spánarsniglar eiga sér fáa náttúrulega óvini
Mynd / Erling Ólafsson
Fréttir 18. júlí 2014

Spánarsniglar eiga sér fáa náttúrulega óvini

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að spánarsnigill hafi borist til Íslands skömmu eftir 2000 og hefur hann fundist víða um landið og í öllum lands­hlutum síðan þá. Spánarsniglar eru frekir til fæðu og éta nánast allt sem að kjafti kemur, hvort sem það eru matjurtir, skraut­jurtir, hræ smádýra eða hunda- og kattaskítur.

Spánarsniglar eru rauðir, rauðgulir eða rauðbrúnir á litinn og kuðungalausir og geta orðið allt að 15 sentímetra langir. Tegundin er talin upprunnin í Suðvestur-Evrópu, en þaðan fór hún að berast norður á bóginn af mannavöldum skömmu eftir 1960.

Loftslag er þurrt á upphaflegum heimaslóðum snigilsins og vegna þess er hann tiltölulega meinlaus þar. Hann dafnar aftur á móti vel í röku loftslagi Norður-Evrópu og er víðast litið á hann sem meindýr og skaðvald þar sem hann nær fótfestu. Spánarsniglar gefa frá sér gult slím og eiga sér fáa náttúrulega óvini.

Frjóvga sig sjálfir
Spánarsniglar eru tvíkynja og geta frjóvgað sjálfa sig eða aðra spánarsnigla þegar tveir hittast. Eftir að spánarsnigill klekst úr eggi tekur það hann um fimm vikur að verða kynþroska og verpa tugum, jafnvel hundruðum, eggja sem klekjast út á þremur til fimm vikum eftir hitastigi.

Lifa veturinn af
Spánarsniglar grafa sig í jörð á haustin og liggja í dvala yfir veturinn og lifa af hér á landi sé frost í jörð ekki mikið. 

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...