Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Spánarsniglar eiga sér fáa náttúrulega óvini
Mynd / Erling Ólafsson
Fréttir 18. júlí 2014

Spánarsniglar eiga sér fáa náttúrulega óvini

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að spánarsnigill hafi borist til Íslands skömmu eftir 2000 og hefur hann fundist víða um landið og í öllum lands­hlutum síðan þá. Spánarsniglar eru frekir til fæðu og éta nánast allt sem að kjafti kemur, hvort sem það eru matjurtir, skraut­jurtir, hræ smádýra eða hunda- og kattaskítur.

Spánarsniglar eru rauðir, rauðgulir eða rauðbrúnir á litinn og kuðungalausir og geta orðið allt að 15 sentímetra langir. Tegundin er talin upprunnin í Suðvestur-Evrópu, en þaðan fór hún að berast norður á bóginn af mannavöldum skömmu eftir 1960.

Loftslag er þurrt á upphaflegum heimaslóðum snigilsins og vegna þess er hann tiltölulega meinlaus þar. Hann dafnar aftur á móti vel í röku loftslagi Norður-Evrópu og er víðast litið á hann sem meindýr og skaðvald þar sem hann nær fótfestu. Spánarsniglar gefa frá sér gult slím og eiga sér fáa náttúrulega óvini.

Frjóvga sig sjálfir
Spánarsniglar eru tvíkynja og geta frjóvgað sjálfa sig eða aðra spánarsnigla þegar tveir hittast. Eftir að spánarsnigill klekst úr eggi tekur það hann um fimm vikur að verða kynþroska og verpa tugum, jafnvel hundruðum, eggja sem klekjast út á þremur til fimm vikum eftir hitastigi.

Lifa veturinn af
Spánarsniglar grafa sig í jörð á haustin og liggja í dvala yfir veturinn og lifa af hér á landi sé frost í jörð ekki mikið. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...