Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Spánarsniglar eiga sér fáa náttúrulega óvini
Mynd / Erling Ólafsson
Fréttir 18. júlí 2014

Spánarsniglar eiga sér fáa náttúrulega óvini

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að spánarsnigill hafi borist til Íslands skömmu eftir 2000 og hefur hann fundist víða um landið og í öllum lands­hlutum síðan þá. Spánarsniglar eru frekir til fæðu og éta nánast allt sem að kjafti kemur, hvort sem það eru matjurtir, skraut­jurtir, hræ smádýra eða hunda- og kattaskítur.

Spánarsniglar eru rauðir, rauðgulir eða rauðbrúnir á litinn og kuðungalausir og geta orðið allt að 15 sentímetra langir. Tegundin er talin upprunnin í Suðvestur-Evrópu, en þaðan fór hún að berast norður á bóginn af mannavöldum skömmu eftir 1960.

Loftslag er þurrt á upphaflegum heimaslóðum snigilsins og vegna þess er hann tiltölulega meinlaus þar. Hann dafnar aftur á móti vel í röku loftslagi Norður-Evrópu og er víðast litið á hann sem meindýr og skaðvald þar sem hann nær fótfestu. Spánarsniglar gefa frá sér gult slím og eiga sér fáa náttúrulega óvini.

Frjóvga sig sjálfir
Spánarsniglar eru tvíkynja og geta frjóvgað sjálfa sig eða aðra spánarsnigla þegar tveir hittast. Eftir að spánarsnigill klekst úr eggi tekur það hann um fimm vikur að verða kynþroska og verpa tugum, jafnvel hundruðum, eggja sem klekjast út á þremur til fimm vikum eftir hitastigi.

Lifa veturinn af
Spánarsniglar grafa sig í jörð á haustin og liggja í dvala yfir veturinn og lifa af hér á landi sé frost í jörð ekki mikið. 

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...