Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Smalamennsku í Fjallgörðum á Jökuldalsheiði var flýtt
Mynd / Halla Eiríksdóttir
Fréttir 19. september 2014

Smalamennsku í Fjallgörðum á Jökuldalsheiði var flýtt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Við flýttum göngum vegna jarðumbrota í Bárðarbungu, Holuhrauni og við Öskju,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum í Jökuldal og gangnastjóri í Fjallgörðum á Jökuldalsheiði.  Bændur þar fóru í göngur síðustu helgina í ágúst, viku fyrr en áætlað hafði verið. Vikuna á undan höfðu bændur á Brú smalað Brúardali, en þessi svæði liggja hvað næst áhættusvæði vegna hugsanlegs öskufalls.
Sigvaldi segir að í stóra gosinu í Öskju 1875 hafi  hluti Jökuldals og öll Jökuldalsheiði farið í  eyði í nokkur ár vegna mikillar vikurgjósku sem lagðist yfir landið. Minnugir þeirrar sögu hafi Jökuldælingar haft varann á sér frá því í kringum 20. ágúst þegar óróinn hófst „og við höfum verið á vaktinni síðan“, segir hann „en þó eru allir hér í góðu andlegu jafnvægi vegna þessa og ekki ástæða til að kvíða því sem hugsanlega ekki kemur.“

Heimalandagöngur um helgina

Löggöngur í heimalöndum hefjast nú um komandi helgi og í framhaldi af því verður unnið að því að ná því fé sem eftir hefur orðið, þó er búið að smala á nokkrum bæjum stóran hluta heimalanda og senda til slátrunar.  Sigvaldi segir að fé hafi verið vel á sig komið er það kom af fjalli og þeir bændur sem þegar hafi slátrað nokkru af fé sínu séu ánægðir með fallþungann sem er hátt á nítjánda kíló þar sem hann er mestur.  „Hann er nokkuð góður miðað við slátrun svo snemma að hausti og allt lömb beint úr heiðum, enginn tilbúningur með kálbeit,  þetta gefur vísbendingu um það sem koma skal í haust,“ segir Sigvaldi.

9 myndir:

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...