Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Smalamennsku í Fjallgörðum á Jökuldalsheiði var flýtt
Mynd / Halla Eiríksdóttir
Fréttir 19. september 2014

Smalamennsku í Fjallgörðum á Jökuldalsheiði var flýtt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Við flýttum göngum vegna jarðumbrota í Bárðarbungu, Holuhrauni og við Öskju,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum í Jökuldal og gangnastjóri í Fjallgörðum á Jökuldalsheiði.  Bændur þar fóru í göngur síðustu helgina í ágúst, viku fyrr en áætlað hafði verið. Vikuna á undan höfðu bændur á Brú smalað Brúardali, en þessi svæði liggja hvað næst áhættusvæði vegna hugsanlegs öskufalls.
Sigvaldi segir að í stóra gosinu í Öskju 1875 hafi  hluti Jökuldals og öll Jökuldalsheiði farið í  eyði í nokkur ár vegna mikillar vikurgjósku sem lagðist yfir landið. Minnugir þeirrar sögu hafi Jökuldælingar haft varann á sér frá því í kringum 20. ágúst þegar óróinn hófst „og við höfum verið á vaktinni síðan“, segir hann „en þó eru allir hér í góðu andlegu jafnvægi vegna þessa og ekki ástæða til að kvíða því sem hugsanlega ekki kemur.“

Heimalandagöngur um helgina

Löggöngur í heimalöndum hefjast nú um komandi helgi og í framhaldi af því verður unnið að því að ná því fé sem eftir hefur orðið, þó er búið að smala á nokkrum bæjum stóran hluta heimalanda og senda til slátrunar.  Sigvaldi segir að fé hafi verið vel á sig komið er það kom af fjalli og þeir bændur sem þegar hafi slátrað nokkru af fé sínu séu ánægðir með fallþungann sem er hátt á nítjánda kíló þar sem hann er mestur.  „Hann er nokkuð góður miðað við slátrun svo snemma að hausti og allt lömb beint úr heiðum, enginn tilbúningur með kálbeit,  þetta gefur vísbendingu um það sem koma skal í haust,“ segir Sigvaldi.

9 myndir:

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...