Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Slagur um lífrænt vottaða mjólk
Fréttir 13. ágúst 2014

Slagur um lífrænt vottaða mjólk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Misjafnt er milli landa hvernig eftirspurnin er eftir lífrænt vottaðri mjólk. Í Svíþjóð er góður markaður fyrir slíka vöru en þar er á markaði mjólk frá nokkrum afurðastöðvum.

Á vef Landsambands kúabænda segir að í sumar hafi gengið afar vel hjá Falköpings mejeri, sem samvinnufélag framleiðanda á 156 kúabúum og 155 milljón lítra innvigtun árlega. Meðal eigendanna voru 20 með lífræna vottun í vor, en þá var auglýst eftir meiri lífrænni mjólk því alls vantaði 4 milljónir lítra upp á að geta svarað eftirspurninni.

Alls bárust félaginu 25 umsóknir um að komast inn í félagið, allt frá lífrænt vottuðum kúabúum sem voru að leggja inn mjólk hjá Arla. Stjórn félagsins valdi úr umsóknunum og tók inn þrjá nýja innleggjendur í félagið.

Ástæður þess að jafn mikil aðsókn er að félaginu felst einfaldlega í því að félagið greiðir miklu meira fyrir lífrænt vottuðu mjólkina en Arla, eða sem nemur 2,5 íkr/kg svo ekki er að undra að bændurnir keppist við að komast í eigendahópinn.

Falköpings mejeri getur greitt þetta miklu meira fyrir mjólkina vegna langtímasamninga við verslunarkeðjuna COOP, en um áramótin skipti COOP Arla út fyrir Falköpings með framangreindum afleiðingum.

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...