Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Slagur um lífrænt vottaða mjólk
Fréttir 13. ágúst 2014

Slagur um lífrænt vottaða mjólk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Misjafnt er milli landa hvernig eftirspurnin er eftir lífrænt vottaðri mjólk. Í Svíþjóð er góður markaður fyrir slíka vöru en þar er á markaði mjólk frá nokkrum afurðastöðvum.

Á vef Landsambands kúabænda segir að í sumar hafi gengið afar vel hjá Falköpings mejeri, sem samvinnufélag framleiðanda á 156 kúabúum og 155 milljón lítra innvigtun árlega. Meðal eigendanna voru 20 með lífræna vottun í vor, en þá var auglýst eftir meiri lífrænni mjólk því alls vantaði 4 milljónir lítra upp á að geta svarað eftirspurninni.

Alls bárust félaginu 25 umsóknir um að komast inn í félagið, allt frá lífrænt vottuðum kúabúum sem voru að leggja inn mjólk hjá Arla. Stjórn félagsins valdi úr umsóknunum og tók inn þrjá nýja innleggjendur í félagið.

Ástæður þess að jafn mikil aðsókn er að félaginu felst einfaldlega í því að félagið greiðir miklu meira fyrir lífrænt vottuðu mjólkina en Arla, eða sem nemur 2,5 íkr/kg svo ekki er að undra að bændurnir keppist við að komast í eigendahópinn.

Falköpings mejeri getur greitt þetta miklu meira fyrir mjólkina vegna langtímasamninga við verslunarkeðjuna COOP, en um áramótin skipti COOP Arla út fyrir Falköpings með framangreindum afleiðingum.

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...