Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Slagur um lífrænt vottaða mjólk
Fréttir 13. ágúst 2014

Slagur um lífrænt vottaða mjólk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Misjafnt er milli landa hvernig eftirspurnin er eftir lífrænt vottaðri mjólk. Í Svíþjóð er góður markaður fyrir slíka vöru en þar er á markaði mjólk frá nokkrum afurðastöðvum.

Á vef Landsambands kúabænda segir að í sumar hafi gengið afar vel hjá Falköpings mejeri, sem samvinnufélag framleiðanda á 156 kúabúum og 155 milljón lítra innvigtun árlega. Meðal eigendanna voru 20 með lífræna vottun í vor, en þá var auglýst eftir meiri lífrænni mjólk því alls vantaði 4 milljónir lítra upp á að geta svarað eftirspurninni.

Alls bárust félaginu 25 umsóknir um að komast inn í félagið, allt frá lífrænt vottuðum kúabúum sem voru að leggja inn mjólk hjá Arla. Stjórn félagsins valdi úr umsóknunum og tók inn þrjá nýja innleggjendur í félagið.

Ástæður þess að jafn mikil aðsókn er að félaginu felst einfaldlega í því að félagið greiðir miklu meira fyrir lífrænt vottuðu mjólkina en Arla, eða sem nemur 2,5 íkr/kg svo ekki er að undra að bændurnir keppist við að komast í eigendahópinn.

Falköpings mejeri getur greitt þetta miklu meira fyrir mjólkina vegna langtímasamninga við verslunarkeðjuna COOP, en um áramótin skipti COOP Arla út fyrir Falköpings með framangreindum afleiðingum.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...