Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Slagur um lífrænt vottaða mjólk
Fréttir 13. ágúst 2014

Slagur um lífrænt vottaða mjólk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Misjafnt er milli landa hvernig eftirspurnin er eftir lífrænt vottaðri mjólk. Í Svíþjóð er góður markaður fyrir slíka vöru en þar er á markaði mjólk frá nokkrum afurðastöðvum.

Á vef Landsambands kúabænda segir að í sumar hafi gengið afar vel hjá Falköpings mejeri, sem samvinnufélag framleiðanda á 156 kúabúum og 155 milljón lítra innvigtun árlega. Meðal eigendanna voru 20 með lífræna vottun í vor, en þá var auglýst eftir meiri lífrænni mjólk því alls vantaði 4 milljónir lítra upp á að geta svarað eftirspurninni.

Alls bárust félaginu 25 umsóknir um að komast inn í félagið, allt frá lífrænt vottuðum kúabúum sem voru að leggja inn mjólk hjá Arla. Stjórn félagsins valdi úr umsóknunum og tók inn þrjá nýja innleggjendur í félagið.

Ástæður þess að jafn mikil aðsókn er að félaginu felst einfaldlega í því að félagið greiðir miklu meira fyrir lífrænt vottuðu mjólkina en Arla, eða sem nemur 2,5 íkr/kg svo ekki er að undra að bændurnir keppist við að komast í eigendahópinn.

Falköpings mejeri getur greitt þetta miklu meira fyrir mjólkina vegna langtímasamninga við verslunarkeðjuna COOP, en um áramótin skipti COOP Arla út fyrir Falköpings með framangreindum afleiðingum.

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...