Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skógarmafían stórtæk í skógarhöggi
Fréttir 17. nóvember 2014

Skógarmafían stórtæk í skógarhöggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ólöglegt skógarhögg er víðar vandamál en í hitabeltisskógum Suður Ameríku og Asíu því víða í Balkanlöndunum, Rúmeníu, Búlgaríu, Albaníu og Moldavíu sem dæmi, er ólögleg felling trjáa orðið verulegt vandamál.

Í Rúmeníu einni er talið að um 600.000 rúmmetrar af trjám hafi verið feld á síðasta ári. Áætlaður hagnaður af timbrinu er ríflega 3 milljarðar króna. Ástandið í öðrum Balkanríkjum er talið svipað og að spillt kerfi mútuþægra embættismanna geri lítið til að stöðva skógarhöggið. Talið er að um 25% af öllu skógarhöggi í þessum löndum sé ólöglegt.

Mest er skógarhöggið til fjalla þar sem eftirlitið er minnst og í útjöðrum þjóðgarða. Víða í þessum fjöllum vaxa sjaldgæfar furutegundir og er gengið svo nærri sumum þeirra að þær eru talda í útrýmingarhættu.  Orðið „Balkan“ þýðir á tyrknesku röð af skógivöxnum fjöllum.

Trjám og greinum hefur lengi verið safnað í skógunum til eldiviðar en eftir að skógarmafían sá hagnað í viðnum hefur skógarhöggið margfaldast. Vinnsla viðarins fer yfirleitt fram í skjóli löglegra skógarnytja.
 

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...