Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Skógarhögg í Brasilíu í hefur dregist saman um 18% á 12 mánuðum
Fréttir 27. nóvember 2014

Skógarhögg í Brasilíu í hefur dregist saman um 18% á 12 mánuðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfisráðaherra Brasilíu sagði í yfirlýsingu í síðustu viku að skógarhögg í landinu hefði dregist saman um 18% á síðustu tólf mánuðum.

Að sögn ráðherrans hefur skógarhögg í landinu ekki verið minna frá árinu 1988 og það minnsta í 25 ár. Á tímabilinu frá ágúst 2013 og út júlí 2014 er talið að skógur hafi verið feldur á 4.848 ferkílómetrum lands en á 5.891 ferkílómetrum á tólf mánaða tímabili þar á undan. Útreikningarnir eru gerði út frá gervihnattamyndum.

Yfirlýsingin kemur mörgum á ánægjulega á óvart því umhverfissamtök sem láta sig málið varða telja að lítið hafi dregið úr skógarhögginu og að enn sé verið að fella tré á stórum svæðum.  Auk ólöglegs skógarhögg er mikið skólendi fellt til að auka nautgriparækt, ræktun á sojabaunum og vegna timburframleiðslu.

Í Amasonskóginum sem er um 6,1 ferkílómetrar að stærð er að finna um 1/3 af öllum líffræðilegum fjölbreytileika jarðkúlunnar. 60% skógarins er inna landamæra Brasilíu. 
 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...