Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá heimsókn ráðherra gær í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýlsu í.
Frá heimsókn ráðherra gær í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýlsu í.
Mynd / umhverfisráðuneytið
Fréttir 26. október 2016

Skógarbúskapur styrktur í Vestur-Húnavatnssýslu

Höfundur: smh

Átaksverkefni í skógrækt í Vestur-Húnavatnssýslu var formlega sett af stað í Miðfiðri í gær að viðstöddum fulltrúum Skógræktar ríkisins, Bændasamtaka Íslands og sveitarstjórnar.

Um er að ræða eins árs átak sem felur meðal annars í sér að þróa útfærslur á nýjum skógræktarverkefnum með það að markmiði að bæta búsetuskilyrði, fjölga tækifærum fyrir bændur, auka skógarþekju og brúa bil milli skógræktar og hefðbundins landbúnaðar. Verkefnið tengist einnig skrefum íslensks landbúnaðar í átt til kolefnishlutleysis, að því er fram kemur í tilkynningu úr ráðuneytinu.

Skógrækt ríkisins stýrir verkefninu

Í verkefninu er gert ráð fyrir eftirfarandi áherslupunktum:

  • skjólbeltakerfi fyrir ræktun s.s. hvers konar jarðrækt.
  • skjóllundi fyrir búfé t.d. haustbeit stórgripa, sauðburðarhólf og önnur beitarhólf.
  • beitarskóga í tiltölulega stórum afgirtum beitarstýrðum hólfum.
  • landgræðsluskóga á illa eða ógrónu landi.
  • skjólskóga með fjölbreyttum trjágróðri þar sem tekist er á við staðbundin vindakerfi með það að markmiði að draga úr eða bægja frá sterkum vindstrengjum.
  • akurskógrækt á landi sem ekki nýtist til matvælaframleiðslu að svo stöddu.
  • fjölnytjaskóga með einhver af ofangreindum markmiðum sem og timburnytjar.

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur falið Skógræktinni umsjón með framkvæmd verkefnis og mun vinna með bændum að þessu verkefni, veita þeim ráðgjöf og fara yfir þá kosti sem verða í boði varðandi ofangreinda flokka skógræktar; hvernig þeir geta stutt við annan landbúnað og bætt skilyrði til búsetu. Leitað verður eftir viðhorfi bænda á svæðinu til núverandi stuðningskerfis í skógrækt; hvort og þá hverju þyrfti að breyta svo þeir sjái hag í þátttöku í því. Einnig verður leitað eftir samstarfi við hagsmunasamtök bænda.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f