Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá heimsókn ráðherra gær í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýlsu í.
Frá heimsókn ráðherra gær í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýlsu í.
Mynd / umhverfisráðuneytið
Fréttir 26. október 2016

Skógarbúskapur styrktur í Vestur-Húnavatnssýslu

Höfundur: smh

Átaksverkefni í skógrækt í Vestur-Húnavatnssýslu var formlega sett af stað í Miðfiðri í gær að viðstöddum fulltrúum Skógræktar ríkisins, Bændasamtaka Íslands og sveitarstjórnar.

Um er að ræða eins árs átak sem felur meðal annars í sér að þróa útfærslur á nýjum skógræktarverkefnum með það að markmiði að bæta búsetuskilyrði, fjölga tækifærum fyrir bændur, auka skógarþekju og brúa bil milli skógræktar og hefðbundins landbúnaðar. Verkefnið tengist einnig skrefum íslensks landbúnaðar í átt til kolefnishlutleysis, að því er fram kemur í tilkynningu úr ráðuneytinu.

Skógrækt ríkisins stýrir verkefninu

Í verkefninu er gert ráð fyrir eftirfarandi áherslupunktum:

  • skjólbeltakerfi fyrir ræktun s.s. hvers konar jarðrækt.
  • skjóllundi fyrir búfé t.d. haustbeit stórgripa, sauðburðarhólf og önnur beitarhólf.
  • beitarskóga í tiltölulega stórum afgirtum beitarstýrðum hólfum.
  • landgræðsluskóga á illa eða ógrónu landi.
  • skjólskóga með fjölbreyttum trjágróðri þar sem tekist er á við staðbundin vindakerfi með það að markmiði að draga úr eða bægja frá sterkum vindstrengjum.
  • akurskógrækt á landi sem ekki nýtist til matvælaframleiðslu að svo stöddu.
  • fjölnytjaskóga með einhver af ofangreindum markmiðum sem og timburnytjar.

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur falið Skógræktinni umsjón með framkvæmd verkefnis og mun vinna með bændum að þessu verkefni, veita þeim ráðgjöf og fara yfir þá kosti sem verða í boði varðandi ofangreinda flokka skógræktar; hvernig þeir geta stutt við annan landbúnað og bætt skilyrði til búsetu. Leitað verður eftir viðhorfi bænda á svæðinu til núverandi stuðningskerfis í skógrækt; hvort og þá hverju þyrfti að breyta svo þeir sjái hag í þátttöku í því. Einnig verður leitað eftir samstarfi við hagsmunasamtök bænda.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...