Sérstakur sjóður til eflingar byggðarannsóknum
Á Byggðaráðstefnu Íslands 2014, sem haldinn var á Patreksfirði 19. og 20. september síðastliðinn kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra byggðamála sérstakan byggðarannsóknasjóð sem verður settur á laggirnar. Sjóðurinn mun hafa til ráðstöfunar allt að 10 milljónum króna á ári, næstu þrjú árin að minnsta kosti.
Er vonast til þess að með rannsóknum, sem hægt verður að stunda með stuðningi úr þessum sjóði, verði hægt að leggja mikilsverðan grunn við mótun byggðastefnu. Ljóst þykir að gögn hefur vantað fyrir fræðilegan grunn og erfiðlega hefur gengið að fjármagna byggðarannsóknir í gegnum samkeppnissjóðina sem til staðar eru.