Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Sérdeild innan bresku lögreglunnar rannsakar matvælaglæpi
Fréttir 4. september 2014

Sérdeild innan bresku lögreglunnar rannsakar matvælaglæpi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sérdeild innan bresku lögreglunnar, sem verið er að setja á laggirnar, mun eingöngu rannsaka glæpi sem tengjast matvælaiðnaði. Svik og prettir í matvælaiðnaði komust í hámæli í Bretlandi og víðar fyrir nokkrum árum þegar kom í ljós að hrossakjöt frá Austur Evrópu hafði verið selt sem nautakjöt víða í Evrópu.

Í kjölfar rannsókna vegna hrossakjötssvindlsins kom í ljós að pottur er víða brotinn hvað varðar merkingar og innihaldlýsingar á matvælum.

Er maðkur í mysunni?
Matarlöggunni er meðal annars ætlaða að fylgjast grannt með uppruna matvæla og tryggja að innihald þeirra sé það sem það á að vera. Stefnt er að því að koma upp neti tengiliða og auðvelda almenningi að koma á framfæri upplýsingum ef fólk telur að það sé maðkur í mysunni eða eittvað annað óhreint í matvælum. Einnig er deildinni ætlað að deila upplýsingum með lögregluyfirvöldum í öðrum löndum.

Ætlunin er að fylgjast með matvælaframleiðslu á öllum stigum; eldi, ræktun, notkun sýklalyfja og annarra vaxtarhvata, skordýraeiturs og illgresislyfja, slátrun, vinnslu, dreifingaraðilum, í verslunum og á veitingahúsum.

Eitraðir drykkir
Mörg alvarleg mál, auk hrossakjötsvindlsins, hafa komið upp í Evrópu undanfarin ár sem tengjast sviknum eða hreinlega eitruðum matvælum eða drykkjum. Ári 2012 létust til dæmis 40 manns í Tékklandi eftir að hafa drukkið vodka og romm sem hafði verið þynnt út með tréspíritus.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...