Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sérdeild innan bresku lögreglunnar rannsakar matvælaglæpi
Fréttir 4. september 2014

Sérdeild innan bresku lögreglunnar rannsakar matvælaglæpi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sérdeild innan bresku lögreglunnar, sem verið er að setja á laggirnar, mun eingöngu rannsaka glæpi sem tengjast matvælaiðnaði. Svik og prettir í matvælaiðnaði komust í hámæli í Bretlandi og víðar fyrir nokkrum árum þegar kom í ljós að hrossakjöt frá Austur Evrópu hafði verið selt sem nautakjöt víða í Evrópu.

Í kjölfar rannsókna vegna hrossakjötssvindlsins kom í ljós að pottur er víða brotinn hvað varðar merkingar og innihaldlýsingar á matvælum.

Er maðkur í mysunni?
Matarlöggunni er meðal annars ætlaða að fylgjast grannt með uppruna matvæla og tryggja að innihald þeirra sé það sem það á að vera. Stefnt er að því að koma upp neti tengiliða og auðvelda almenningi að koma á framfæri upplýsingum ef fólk telur að það sé maðkur í mysunni eða eittvað annað óhreint í matvælum. Einnig er deildinni ætlað að deila upplýsingum með lögregluyfirvöldum í öðrum löndum.

Ætlunin er að fylgjast með matvælaframleiðslu á öllum stigum; eldi, ræktun, notkun sýklalyfja og annarra vaxtarhvata, skordýraeiturs og illgresislyfja, slátrun, vinnslu, dreifingaraðilum, í verslunum og á veitingahúsum.

Eitraðir drykkir
Mörg alvarleg mál, auk hrossakjötsvindlsins, hafa komið upp í Evrópu undanfarin ár sem tengjast sviknum eða hreinlega eitruðum matvælum eða drykkjum. Ári 2012 létust til dæmis 40 manns í Tékklandi eftir að hafa drukkið vodka og romm sem hafði verið þynnt út með tréspíritus.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...