Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Samráð vegna endurheimtar votlendis
Fréttir 17. nóvember 2014

Samráð vegna endurheimtar votlendis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur boðað hagsmuna- og fagaðila til samráðs um mótun aðgerðaáætlunar varðandi endurheimt votlendis. Aðgerðaáætlunin er liður í stefnu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum og náttúruvernd.

Á vef Umhverfisráðuneytisins segir að markmið starfsins verður að kortleggja nánar hvaða svæði koma til greina til endurheimtar votlendis án þess að skaða hagsmuni annarrar landnotkunar. Jafnframt er ætlunin að móta aðferðafræði til að forgangsraða slíkum svæðum m.a. með tilliti til ávinnings fyrir lífríki, losun gróðurhúsalofttegunda, hagræns ávinnings landeiganda og kostnaðar. Svæði þar sem lítil eða engin landbúnaðarnot eru nú eru dæmi um svæði sem henta vel og yrði ávinningur fyrir vistkerfið.

Votlendi eru mikilvæg vistkerfi sem veita víðtæka þjónustu, ss. við miðlun vatns, sem búsvæði fugla og ekki síst á sviði loftslagsmála. Ísland hefur því beitt sér fyrir því að endurheimt votlendis telji sem mótvægisaðgerð gegn losun gróðurhúsalofttegunda innan Kyoto bókunar Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og liggur nú fyrir alþjóðasamþykkt þess efnis.

Til samráðsins hafa verið boðaðir fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Landgræðslu ríkisins, Bændasamtökum Íslands og Fuglavernd.
 

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...