Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Samið um gott veður
Fréttir 6. júní 2014

Samið um gott veður

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sigurður Emil Ævarsson er mótsstjóri Landsmóts hestamanna. Hann segir að undirbúningur fyrir mótið gangi mjög vel og búið sé að ganga frá samningum um gott veður.

„Ég held að það sé góður hugur í mönnum fyrir þetta mót og það er þegar búið að skrá inn frábæra hesta. Mótið verður klárlega í gæðum sem aldrei fyrr. Þarna verður heimsmeistari kynbótahrossa og fyrrverandi heimsmeistari líka og feikilegur hestakostur,“ segir Sigurður.

Hann segir að svipaður fjöldi sé með þátttökurétt á mótinu á Hellu og var í Reykjavík. Nú standi yfir úrtökumót og reiknar hann með að keppt verði um þátttökurétt alveg til miðnættis þann 16. júní þegar fresturinn rennur út.

„Það eru um 500 hestar sem fara í gegnum gæðakeppnina. Ég er að búast við rétt yfir hundrað keppendum í A og B flokki og á bilinu 80 til 90 í yngri flokkunum.“

Sigurður er enginn nýgræðingur í mótshaldi af þessu tagi og er þetta sjötta mótið í röð sem hann stýrir. „Þetta fer nú að verða hálf vandræðalegt hvað maður er búinn að vera lengi í þessu.“

Bylting í upptökum

„Það eru samt alltaf einhverjar nýjungar í hvert skipti. Það sem er sérstakt við þetta mót er að það verður tekið upp á vídeó í miklum gæðum eins og fyrri mót, en nú fá allir þátttakendur afhentar upptökur að móti loknu, þetta verður mikil bylting.“ Hann segir að undanfarin mót hafi vissulega verið tekinn upp enda kvöð um að slíkt sé gert, en menn hafi þá þurft að kaupa upptökurnar sérstaklega.

–Er þá ekki heljarmikill tæknipakki sem fylgir mótshaldinu á Hellu?
„Það er óhemju tækni í kringum þetta. Við verðum að standa okkur vel í upplýsingaveitunni og hafa þetta allt með nýjustu tækni. Það kostar þó mikla peninga á því er enginn vafi. Tæknipakkinn er dýrari en allt annað á mótinu.“

Segir Sigurður því mikilvægt að aðsókn verði góð. Hann er reyndar ekki í neinum vafa um að svo verði.
„Mótin á Hellu hafa alltaf verið mjög fjölmenn. Það er óútskýrt af hverju það kom ekki fleiri en 10 þúsund manns á móti í Reykjavík sem var frábært í alla staði. Eini ljóðurinn á því móti var að það komu of fáir. Þeir sem mættu voru þó mjög ánægðir með mótshaldið um umgjörðin var frábær.“

Sigurður segir að verið geti að mótshald í þéttbýlinu laði ekki eins marga að þar sem útilegustemmingin verði ekki eins mikil. Það hafi samt marga kosti að halda mótið í Reykjavík. Hann segir að ekki hafi skort á að menn riðu út á kvöldin mótsdagana og sér hafi sýnst vera meira um það í Reykjavík en á öðrum mótum.

Búið að ganga frá samningum um gott veður

– Nú gerði mikið rok á mótinu 2008, en ert þú búin að ganga frá samningum um gott veður á Hellu mótsdagana að þessu sinni?
„Já, ég held að það sé allt frá gengið. Maður hefur verið á bæn til að biðja um gott veður. Gamlir karlar í sveitinni á Suðurlandi, sem kunna að lesa í náttúruna, segja að það verði gott veður. Það er alveg hægt að trúa þeim, allavega þar til annað kemur í ljós,“ segir Sigurður mótsstjóri. 

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...