Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sala á innlendu kjöti hefur dregist saman um 4,3% á ársgrundvelli
Mynd / Landssamtök Sauðfjárbnda
Fréttir 16. september 2014

Sala á innlendu kjöti hefur dregist saman um 4,3% á ársgrundvelli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sala á kindakjöti í ágúst síðast liðinn  var 642 tonn, en í sama mánuði 2013 var salan 621 tonn. Miðað við sama ársfjórðung og 2013, júní-ágúst, var salan 3,4% meiri en 2,4 % minni miðað við 12 mánaða tímabil. Frá þessu er greint á vef Landssamtaka sauðfjárbænda.

Markaðshlutdeildin kjöts á tólf mánaða tímabili, ágúst til september, skiptist þannig að alifuglakjöt er í 1. sæti (32,1%), kindakjöt í 2. sæti (26,7%), svínakjöt í þriðja (24,3%), nautakjöt í fjórða(14,7%) og hrossakjöt (2,3%). Heildarsala á innlendu kjöti dróst saman um 4,3% á tímabilinu.

Allar ofangreindar tölur miðast við heildsölu afurðastöðva á innlendu kjöti. Innflutt kjöt er ekki talið með, en ekki var flutt inn neitt lamba- eða kindakjöt fyrstu sjö mánuði ársins 2014. Hinsvegar er verulega aukinn innflutningur á öðru kjöti, einkanlega nautakjöti.

Útflutningur var 73 tonn í ágúst, samanborið við 131 tonn í ágúst 2013. Með útflutningi er heildarafsetning lamba- og kindakjöts 2% minni fyrstu átta mánuði ársins 2014 miðað við sömu mánuði 2013.

Birgðir í ágústlok, við upphaf sláturtíðar, voru 1.304 tonn, eða 239 tonnum meira en í lok ágúst 2013.  Þar af eru 1.140 tonn af framleiðslu ársins 2013.

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...