Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Í Sælkerahöllinni verður hægt að kaupa ferskvöru beint af framleiðendum líkt og í Torvehallerne í Kaupmannahöfn.
Í Sælkerahöllinni verður hægt að kaupa ferskvöru beint af framleiðendum líkt og í Torvehallerne í Kaupmannahöfn.
Mynd / TB
Fréttir 1. ágúst 2016

Sælkerahöll í Holtagörðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Fasteignafélagið Reitir hyggst opna veitinga- og matarmarkað að erlendri fyrirmynd í Vogahverfinu í Reykjavík. „Við erum að auglýsa eftir aðilum sem vilja taka þátt í þessu með okkur og höfum þegar fengið fyrirspurnir frá áhugasömum smásölum,“ segir Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Reita. 
 
Áformað er að opna veitinga- og matarmarkaðinn í Holtagörðum undir nafninu Sælkerahöllin.
Friðjón segir að fyrstu viðbrögð lofi góðu, en um 1.500 fermetra svæði verði til að byrja með ráðstafað undir starfsemina.  „Við höfum möguleika á að stækka ef áhuginn reynist mikill,“ segir hann.
Básafyrirkomulag verður í Sælkerahöllinni þar sem 12 fermetra rými eða stærra er í boði.
 
Sælkerahöllin verður í anda Torvehallerne í Kaupmannahöfn og Borough Market í London þar sem matur, menning og umhverfi tvinnast saman í skemmtilegri upplifun gesta. „Það er vaxandi eftirspurn eftir t.d. lífrænum vörum og matvælum beint frá býli, fólk vill í meira mæli fá að vita eitthvað um þann mat sem það kaupir, ekki bara grípa eitthvað frosið í næsta stórmarkaði,“ segir Friðjón.
 
Stóru verslunarrýmin, sem mjög voru í tísku í eina tíð, eiga undir högg að sækja, annars konar fyrirkomulag sé að ryðja sér til rúms, líkt og það sem fyrirhugað er að setja upp í Holtagörðum þar sem margir einyrkjar koma saman undir sama þaki og bjóða hollar og góðar vörur, skapa lifandi markaðsstemningu með lífi og fjöri. Áhersla verður á ferskleika, íslenska matargerð og hráefni beint frá framleiðendum og eins er gert ráð fyrir að hægt verði að njóta veitinga á staðnum eða grípa þær með.
 
Mikill fjöldi þegar á ferli á þessum slóðum
 
Friðjón bendir á að Holtagarðar gegna nú stóru hlutverki sem samgöngumiðstöð en um hana fari um 600 þúsund ferðamenn á ári. Í húsinu eru líka verslanir og önnur starfsemi sem heimamenn sækja í miklum mæli. Þá búa um 14 þúsund manns í Laugarnes- og Laugaráshverfi, Heimum og Vogum og veruleg fjölgun íbúða ráðgerð á næstu árum. Á markaðnum gæti því orðið skemmtilegt samspil heima- og ferðamanna. Til að auka enn á upplifun gesta markaðarins er ætlunin að bjóða upp á afþreyingu, sýningar, tónleika eða aðra listviðburði.
 
„Nú bíðum við viðbragða og munum fara yfir umsóknir í haust og sjá hvert þetta leiðir. Ef allt gengur að óskum stefnum við á að opna í kringum næstu áramót,“ segir Friðjón.
Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...