Ríki Mið- og Suður Ameríku skuldbinda sig til að planta trjám í 20 milljón hektara
Átta lönd í Mið- og Suður Ameríku hafa skuldbundið sig til að planta trjám í landsvæði sem er tvisvar sinnum stærra en Bretlandseyjar fyrir árið 2020 og leggja þannig sitt af mörkum í baráttunnu við skógareyðingu.
Löndin sem um ræðir eru Perú, Mexíkó, Kólumbía, Gvatemala, Ekvador, Síle, Argentína og Kosta ríka. Gangi útplöntunin eftir er áætlað að trén bindi allt að einn milljarð tonna af koltvísýringi á ári auk gríðarlegra landbóta sem fylgja endurheimt skóglendis eftir áratuga rányrkju.
Brasilía hefur einnig upp áform um skógrækt á milljónum hektara lands og er búist við tilkynningu um það snemma
Skógaeyðing í Mið- og Suður Ameríku á árunum 2001 til 2012 er talin nema um 36 milljónum hektara en að alls hafi glatast 200 milljón hektara skóglendis það undanfarna áratugi.