Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Réttardagar á komandi hausti
Fréttir 14. ágúst 2014

Réttardagar á komandi hausti

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Undanfarin ár hefur Bændablaðið tekið saman og birt lista yfir réttardaga í helstu fjár- og stóðréttum landsins að hausti. Hafa upplýsingarnar notið vinsælda og verið mikið nýttar, ekki síst af aðilum í ferðaþjónustu, en réttarferðir hafa verið vaxandi hluti af þeirri afþreyingu sem þeir aðilar hafa boðið upp á að hausti.

Mikilvægt er að upplýsingar um réttardaga berist  sem fyrst til blaðsins. Eru fjallskilastjórar og forráðamenn sveitarfélaga, auk annarra sem hafa öruggar upplýsingar um réttahald í haust, því beðnir að senda þær upplýsingar til Freys Rögnvaldssonar, blaðamanns á Bændablaðinu á netfangið fr@bondi.is og til Ólafs R. Dýrmundssonar ráðunautar á netfangið ord@bondi.is. Réttalisti fyrir komandi haust mun svo birtast í næsta Bændablaði, sem kemur út 28. ágúst.

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...