Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Réttardagar á komandi hausti
Fréttir 14. ágúst 2014

Réttardagar á komandi hausti

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Undanfarin ár hefur Bændablaðið tekið saman og birt lista yfir réttardaga í helstu fjár- og stóðréttum landsins að hausti. Hafa upplýsingarnar notið vinsælda og verið mikið nýttar, ekki síst af aðilum í ferðaþjónustu, en réttarferðir hafa verið vaxandi hluti af þeirri afþreyingu sem þeir aðilar hafa boðið upp á að hausti.

Mikilvægt er að upplýsingar um réttardaga berist  sem fyrst til blaðsins. Eru fjallskilastjórar og forráðamenn sveitarfélaga, auk annarra sem hafa öruggar upplýsingar um réttahald í haust, því beðnir að senda þær upplýsingar til Freys Rögnvaldssonar, blaðamanns á Bændablaðinu á netfangið fr@bondi.is og til Ólafs R. Dýrmundssonar ráðunautar á netfangið ord@bondi.is. Réttalisti fyrir komandi haust mun svo birtast í næsta Bændablaði, sem kemur út 28. ágúst.

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...