Reisir 7.000 fermetra gróðurhús
Garðyrkjustoðin Lambhagi á 35 ára starfsafmæli á þessu ári og af því tilefni hefur Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi fjárfest í og látið reisa 7.000 fermetra gróður hús til viðbótar þeim 6.200 sem fyrir eru í Lambhaga.
Hafberg hefur tekið nýja húsið í notkun í áföngum enda erfitt að auka framleiðsluna í einu vetfangi. Auk þess að rækta salat eins og áður er hugmyndin að bæta nýjum litaafbrigðum að salati inn í ræktunina sem ekki hafa verið framleiddar hér á landi áður og auka ræktun spínats um helming.
Í nýja húsinu er gott rými fyrir pökkun afurðanna og þar er einnig kælir.
Eftir stækkunina er Lambhagi stærsta garðyrkjustöð landsins, 13.000 fermetrar, auk þess sem stöðin er eitt af fáum lögbýlum innan borgarmarka Reykjavíkur.
Hafberg segist vera stoltur af því að hafa rekið Lambhaga á sömu kennitölunni í 35 ár og segist ætla að halda því ótrauður áfram.