Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Reisir 7.000 fermetra gróðurhús
Fréttir 17. desember 2014

Reisir 7.000 fermetra gróðurhús

Höfundur: Vilmundur Hansen

Garðyrkjustoðin Lambhagi á 35 ára starfsafmæli á þessu ári og af því tilefni hefur Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi fjárfest í og látið reisa 7.000 fermetra gróður hús til viðbótar þeim 6.200 sem fyrir eru í Lambhaga.

Hafberg hefur tekið nýja húsið í notkun í áföngum enda erfitt að auka framleiðsluna í einu vetfangi. Auk þess að rækta salat eins og áður er hugmyndin að bæta nýjum litaafbrigðum að salati inn í ræktunina sem ekki hafa verið framleiddar hér á landi áður og auka ræktun spínats um helming.

Í nýja húsinu er gott rými fyrir pökkun afurðanna og þar er einnig kælir.

Eftir stækkunina er Lambhagi stærsta garðyrkjustöð landsins, 13.000 fermetrar, auk þess sem stöðin er eitt af fáum lögbýlum innan borgarmarka Reykjavíkur.

Hafberg segist vera stoltur af því að hafa rekið Lambhaga á sömu kennitölunni í 35 ár og segist ætla að halda því ótrauður áfram.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...