Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Reisir 7.000 fermetra gróðurhús
Fréttir 17. desember 2014

Reisir 7.000 fermetra gróðurhús

Höfundur: Vilmundur Hansen

Garðyrkjustoðin Lambhagi á 35 ára starfsafmæli á þessu ári og af því tilefni hefur Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi fjárfest í og látið reisa 7.000 fermetra gróður hús til viðbótar þeim 6.200 sem fyrir eru í Lambhaga.

Hafberg hefur tekið nýja húsið í notkun í áföngum enda erfitt að auka framleiðsluna í einu vetfangi. Auk þess að rækta salat eins og áður er hugmyndin að bæta nýjum litaafbrigðum að salati inn í ræktunina sem ekki hafa verið framleiddar hér á landi áður og auka ræktun spínats um helming.

Í nýja húsinu er gott rými fyrir pökkun afurðanna og þar er einnig kælir.

Eftir stækkunina er Lambhagi stærsta garðyrkjustöð landsins, 13.000 fermetrar, auk þess sem stöðin er eitt af fáum lögbýlum innan borgarmarka Reykjavíkur.

Hafberg segist vera stoltur af því að hafa rekið Lambhaga á sömu kennitölunni í 35 ár og segist ætla að halda því ótrauður áfram.

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.

Samtalið hefst í júní
Fréttir 18. júní 2024

Samtalið hefst í júní

Núverandi búvörusamningar gilda til og með 31. desember 2026. Því ætti nýtt stuð...

Áhrifin að fullu ljós í haust
Fréttir 18. júní 2024

Áhrifin að fullu ljós í haust

Tjón hefur mjög víða orðið hjá sauðfjárbændum á Norðurlandi eftir óveðrið á dögu...

Mikið álag á bændum
Fréttir 18. júní 2024

Mikið álag á bændum

Staðan er þung þar sem tún koma mikið kalin undan vetri. Ótíðin undanfarið hefur...