Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Reisa hof í Skagafirði
Fréttir 5. júní 2014

Reisa hof í Skagafirði

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Í Skagafirði er unnið að því að reisa hof sem helgað verður hinum heiðnu norrænu goðum, ásunum. Hofið, sem rís í landi Efra-Áss í Hjaltadal, er reist í einkaframkvæmd af fjölskyldunni í Efra-Ási og er ætlað til þess að þau geti komið þar saman til að sækja styrk sinn til ásanna. Hofið rís enda á bæjarhlaðinu, norðan við íbúðarhúsið. Verður það um 70 fermetrar þegar byggingu lýkur, sem vonast er til að verði í sumar.

Í Efra-Ási búa þau Árni Sverrisson og Heiðbjört Hlín Stefánsdóttir ásamt yngri dóttur þeirra Hjördísi Helgu og stunda þar kúabúskap. Árni var við vorverk þegar Bændablaðið náði af honum tali og spurði hann út í framkvæmdina og hverju hún sætti. „Við erum heiðin og dætur okkar báðar. Þetta byrjaði sem lítil hugmynd sem stækkaði síðan, að byggja okkur hof úr torfi og grjóti. Við hófum framkvæmdirnar fyrir um tveimur árum síðan og höfum verið að dunda okkur við þetta. Nú er búið að hlaða megnið af veggjunum en stefnan er svo að reyna að klára þetta í sumar. Við höfum notið aðstoðar góðs nágranna okkar, Viðars Sverrissonar, sem hefur hjálpað okkur og séð um hleðsluna að mestu.“

Árni leggur áherslu á að hofbyggingin verði fyrir fjölskylduna og þeirra nánustu, sem og aðra heiðingja, en sé ekki hugsað sem nein ferðamannagildra. Hofið verður helgað ásunum öllum en Árni, Heiðbjört og dætur eiga sér ekki einn sérstakan guð heldur marga og hofið mun rísa þeim öllum til heiðurs. „Við sækjum styrk okkar til þeirra guða sem til þarf í hvert og eitt skipti. Við ætlum okkur að nota hofið til að koma saman, klæðast kannski viðeigandi klæðnaði, eiga góðar stundir og hafa gaman. Ásatrúarfólk á svæðinu getur og notað hofið fyrir athafnir eins og nafnagjafir barna, giftingar og þess háttar. Það verða síðan væntanlega haldin blót í hofinu til heiðurs goðunum.“

Einungis eitt hof annað hefur verið reist á landinu í síðari árum, meyjarhof sem Jón Ólafsson á Kirkjulæk í Fljótshlíð reisti. Það hof hefur verið nýtt í ferðamennsku. Að því er Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði er bygging hofsins í Efra-Ási söguleg. „Það er byggt sérstaklega sem hof þar sem á að ástunda hinn gamla sið, mikið í það lagt og af fólki sem hefur hugsjón og vill virða hefðina. Við höfum alltaf látið okkur dreyma að það væru 36 goðorð, full og forn, hringinn í kringum landið. Þó að það sé kannski langt í að það rætist gæti þetta verið upphafið að því.“

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...

40 þúsund notendur í 24 löndum
Fréttir 4. júlí 2025

40 þúsund notendur í 24 löndum

Smáforritið HorseDay fagnaði þriggja ára afmæli í síðasta mánuði en forritið hef...

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum
Fréttir 4. júlí 2025

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum

Hitabylgjan hér á landi í maí hefði ekki orðið jafnmikil og raun bar vitni nema ...

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 3. júlí 2025

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni

Í Samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að stefnu um líffræðilega fjö...

Hættir með Klausturkaffi í árslok
Fréttir 3. júlí 2025

Hættir með Klausturkaffi í árslok

Veitingahúsið Klausturkaffi í Skriðuklaustri í Fljótsdal fagnar 25 ára afmæli í ...