Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Reisa hof í Skagafirði
Fréttir 5. júní 2014

Reisa hof í Skagafirði

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Í Skagafirði er unnið að því að reisa hof sem helgað verður hinum heiðnu norrænu goðum, ásunum. Hofið, sem rís í landi Efra-Áss í Hjaltadal, er reist í einkaframkvæmd af fjölskyldunni í Efra-Ási og er ætlað til þess að þau geti komið þar saman til að sækja styrk sinn til ásanna. Hofið rís enda á bæjarhlaðinu, norðan við íbúðarhúsið. Verður það um 70 fermetrar þegar byggingu lýkur, sem vonast er til að verði í sumar.

Í Efra-Ási búa þau Árni Sverrisson og Heiðbjört Hlín Stefánsdóttir ásamt yngri dóttur þeirra Hjördísi Helgu og stunda þar kúabúskap. Árni var við vorverk þegar Bændablaðið náði af honum tali og spurði hann út í framkvæmdina og hverju hún sætti. „Við erum heiðin og dætur okkar báðar. Þetta byrjaði sem lítil hugmynd sem stækkaði síðan, að byggja okkur hof úr torfi og grjóti. Við hófum framkvæmdirnar fyrir um tveimur árum síðan og höfum verið að dunda okkur við þetta. Nú er búið að hlaða megnið af veggjunum en stefnan er svo að reyna að klára þetta í sumar. Við höfum notið aðstoðar góðs nágranna okkar, Viðars Sverrissonar, sem hefur hjálpað okkur og séð um hleðsluna að mestu.“

Árni leggur áherslu á að hofbyggingin verði fyrir fjölskylduna og þeirra nánustu, sem og aðra heiðingja, en sé ekki hugsað sem nein ferðamannagildra. Hofið verður helgað ásunum öllum en Árni, Heiðbjört og dætur eiga sér ekki einn sérstakan guð heldur marga og hofið mun rísa þeim öllum til heiðurs. „Við sækjum styrk okkar til þeirra guða sem til þarf í hvert og eitt skipti. Við ætlum okkur að nota hofið til að koma saman, klæðast kannski viðeigandi klæðnaði, eiga góðar stundir og hafa gaman. Ásatrúarfólk á svæðinu getur og notað hofið fyrir athafnir eins og nafnagjafir barna, giftingar og þess háttar. Það verða síðan væntanlega haldin blót í hofinu til heiðurs goðunum.“

Einungis eitt hof annað hefur verið reist á landinu í síðari árum, meyjarhof sem Jón Ólafsson á Kirkjulæk í Fljótshlíð reisti. Það hof hefur verið nýtt í ferðamennsku. Að því er Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði er bygging hofsins í Efra-Ási söguleg. „Það er byggt sérstaklega sem hof þar sem á að ástunda hinn gamla sið, mikið í það lagt og af fólki sem hefur hugsjón og vill virða hefðina. Við höfum alltaf látið okkur dreyma að það væru 36 goðorð, full og forn, hringinn í kringum landið. Þó að það sé kannski langt í að það rætist gæti þetta verið upphafið að því.“

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...