Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Úr Skagafirði. Minnismerki um Fjölnismanninn Brynjólf Pétursson.
Úr Skagafirði. Minnismerki um Fjölnismanninn Brynjólf Pétursson.
Mynd / HKr.
Fréttir 7. desember 2016

Óviðunandi niðurstaða við úthlutun byggðakvóta

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016–2017. 
 
Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 19 þorskígildistonnum til Hofsóss og Sauðárkrókur fær engan byggðakvóta. Nefndinni hefur borist rökstuðningur ráðuneytisins fyrir úthlutuninni.
 
Fram kemur í bókun nefndarinnar að þessi niðurstaða sé með öllu óviðunandi og ljóst að reglur um úthlutun byggðakvóta mæti engan veginn tilgangi þess að úthluta byggðakvóta til byggðarlaga sem standa höllum fæti, s.s. eins og til Hofsóss. „Þá er með engu móti hægt að sjá hvernig aukin veiði á rækju hefur með veiðar smábáta frá Sauðárkróki að gera,“ segir í bókun nefndarinnar.
 
Atvinnu-, menningar- og kynningar­nefnd skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra að breyta nú þegar reglum um úthlutun byggðakvóta og úthluta kvótanum að því loknu á grundvelli nýrra reglna um byggðakvóta sem raunverulega ná því markmiði að styðja við veikari byggðir landsins. 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...