Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Osta- kjúklingamálinu vísað frá
Fréttir 7. október 2014

Osta- kjúklingamálinu vísað frá

Höfundur: Vilmundur Hansen

Héraðsdómur hefur vísað frá máli Haga þar sem þess var krafist að fá leyfi til að flytja inn franska osta og lífrænt ræktaðan kjúkling án tolla. Niðurstaðan verður kærð til Hæstaréttar.

Dómari vísaði málinu frá á þeim forsemdum að Hagar ættu ekki sérstakra hagsmuna að gæta af málsókninni. Hann vísaði til þess að tollkvótar væru settir með reglugerðum og því væri ekki um synjun á einstaklingsbundnum réttindum til handa Högum að ræða.

Fyrr á þessu ári óskuðu Hagar þess að opinn og gjaldfrjáls tollkvóti yrði settur á fyrir innflutning á ýmsar landbúnaðarvörur sem ekki eru framleiddar hér á landi og því skortur á. Dæmi um þessar vörur eru lífrænt ræktaðir kjúklingar og ostar úr sauða-, geita- og bufflamjólk.

Máli sínu til stuðnings hafa forsvarsmenn Haga haldið fram að fyrirtækjum sé mismunað og benda á að Mjólkursamsalan fengið jákvæð viðbrögð við beiðni um að flytja inn írskt smjör fyrir síðustu jól.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...