Ólafur R. Dýrmundsson lætur af störfum eftir langan starfsferil í þágu bænda
Um síðustu áramót lét Ólafur R. Dýrmundsson formlega af störfum hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ), en hann hefur starfað hjá þeim allt frá stofnun þeirra árið 1995 og áður hjá fyrirrennara þeirra, Búnaðarfélagi Íslands frá 1977.

Ólafur hefur undanförnum árum sinnt fjölþættum verkefnum fyrir BÍ. Hann var ráðunautur landnýtingar, einnig á sviðum geitjárræktar og í lífrænum búskap - auk þess að sinna verkefnum varðandi landmarkaskrá, verndun auðlinda, á sviðum beitar og uppgræðslu og umhverfis- og eftirlitsmála svo dæmi séu tekin.
Munu verkefni hans færast yfir á starfsmenn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Bændasamtaka Íslands.