Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ógnar laufabrauðssteiking landans regnskógunum?
Fréttir 16. desember 2014

Ógnar laufabrauðssteiking landans regnskógunum?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steiking á laufabrauði er hluti af jólahaldi margra íslenskra heimila. Á sama tíma hafa margir áhyggjur af heilsufarsástæðum hvaða fitu laufabrauðið er steikt upp úr.

Samkvæmt nýjum reglum Evrópusambandsins er framleiðendum matvæla nú skylt að tilgreina sé pálmaolía í framleiðslu þeirra. 

Fram til þessa hefur pálmaolía yfirleitt verið kölluð jurtaolía á umbúðum vara eða yfir 200 öðrum vöruheitum. Pálmaolíu er að finna í um helming allra matvæla sem seldar eru í stórmörkuðum í löndum Evrópusambandsins.

Pálmaolía er ódýr og þykir með hollari og betri steikingarolíum og margir sem nota hana til að steikja laufabrauð upp úr fyrir jólin.

Gallinn við pálmaolíu er að framleiðsla á henni ásamt margskonar annarri ræktun krefst mikils landsvæðis og að stórum hluta er það land þar sem regnskógar hafa verið feldir.

Framleiðsla á pálmaolíu er talin vera helsta orsökin í heiminum í dag fyrir eyðingu regnskóganna.
 

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...