Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ógnar laufabrauðssteiking landans regnskógunum?
Fréttir 16. desember 2014

Ógnar laufabrauðssteiking landans regnskógunum?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steiking á laufabrauði er hluti af jólahaldi margra íslenskra heimila. Á sama tíma hafa margir áhyggjur af heilsufarsástæðum hvaða fitu laufabrauðið er steikt upp úr.

Samkvæmt nýjum reglum Evrópusambandsins er framleiðendum matvæla nú skylt að tilgreina sé pálmaolía í framleiðslu þeirra. 

Fram til þessa hefur pálmaolía yfirleitt verið kölluð jurtaolía á umbúðum vara eða yfir 200 öðrum vöruheitum. Pálmaolíu er að finna í um helming allra matvæla sem seldar eru í stórmörkuðum í löndum Evrópusambandsins.

Pálmaolía er ódýr og þykir með hollari og betri steikingarolíum og margir sem nota hana til að steikja laufabrauð upp úr fyrir jólin.

Gallinn við pálmaolíu er að framleiðsla á henni ásamt margskonar annarri ræktun krefst mikils landsvæðis og að stórum hluta er það land þar sem regnskógar hafa verið feldir.

Framleiðsla á pálmaolíu er talin vera helsta orsökin í heiminum í dag fyrir eyðingu regnskóganna.
 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...