Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nýr formaður Hollvinafélags LBHÍ
Fréttir 3. júlí 2014

Nýr formaður Hollvinafélags LBHÍ

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þórir Haraldsson, framkvæmda­stjóri Líflands, hefur verið kosinn nýr formaður Hollvinafélags Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann segir að félagið muni hér eftir sem hingað til reyna að styðja við bakið á skólanum.

„Það sem er helst á döfinni hjá okkur er að horfa á hvað við getum gert til að hlúa að Landbúnaðar­háskólanum. Við ætlum að reyna að láta aðeins í okkur heyra hvað varðar framtíð háskólans á staðnum sem nú er í talsverðri óvissu. Ég veit að menn hafa verið að funda um framtíð skólans en ég hef ekki heyrt að það væri komin um það nein endanleg niðurstaða. Það er að vænta yfirlýsingar frá félaginu vegna þessa en spurning hvort ráðamenn taki eitthvað mark á okkur. Það er okkar skoðun í Hollvinafélaginu að þarna eigi að starfrækja sjálfstæðan og öflugan háskóla. Það ætti að hjálpa okkur við að framleiða meiri landbúnaðarvörur á Íslandi og við höfum nægt landrými til þess.

Við þurfum að búa okkur undir það að verða verulega mikill valkostur fyrir Evrópu einkum hvað varðar græna, vistvæna og einnig lífræna framleiðslu á matvælum. Þó að Íslendingar séu kannski ekki mikið að sækjast eftir lífrænt framleiddum matvælum fara hópar fólks sem sækjast eftir slíku í Evrópu stöðugt stækkandi. Þar eigum við tækifæri,“ segir Þórir.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...