Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Nýr formaður Hollvinafélags LBHÍ
Fréttir 3. júlí 2014

Nýr formaður Hollvinafélags LBHÍ

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þórir Haraldsson, framkvæmda­stjóri Líflands, hefur verið kosinn nýr formaður Hollvinafélags Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann segir að félagið muni hér eftir sem hingað til reyna að styðja við bakið á skólanum.

„Það sem er helst á döfinni hjá okkur er að horfa á hvað við getum gert til að hlúa að Landbúnaðar­háskólanum. Við ætlum að reyna að láta aðeins í okkur heyra hvað varðar framtíð háskólans á staðnum sem nú er í talsverðri óvissu. Ég veit að menn hafa verið að funda um framtíð skólans en ég hef ekki heyrt að það væri komin um það nein endanleg niðurstaða. Það er að vænta yfirlýsingar frá félaginu vegna þessa en spurning hvort ráðamenn taki eitthvað mark á okkur. Það er okkar skoðun í Hollvinafélaginu að þarna eigi að starfrækja sjálfstæðan og öflugan háskóla. Það ætti að hjálpa okkur við að framleiða meiri landbúnaðarvörur á Íslandi og við höfum nægt landrými til þess.

Við þurfum að búa okkur undir það að verða verulega mikill valkostur fyrir Evrópu einkum hvað varðar græna, vistvæna og einnig lífræna framleiðslu á matvælum. Þó að Íslendingar séu kannski ekki mikið að sækjast eftir lífrænt framleiddum matvælum fara hópar fólks sem sækjast eftir slíku í Evrópu stöðugt stækkandi. Þar eigum við tækifæri,“ segir Þórir.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...