Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nýr formaður Hollvinafélags LBHÍ
Fréttir 3. júlí 2014

Nýr formaður Hollvinafélags LBHÍ

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þórir Haraldsson, framkvæmda­stjóri Líflands, hefur verið kosinn nýr formaður Hollvinafélags Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann segir að félagið muni hér eftir sem hingað til reyna að styðja við bakið á skólanum.

„Það sem er helst á döfinni hjá okkur er að horfa á hvað við getum gert til að hlúa að Landbúnaðar­háskólanum. Við ætlum að reyna að láta aðeins í okkur heyra hvað varðar framtíð háskólans á staðnum sem nú er í talsverðri óvissu. Ég veit að menn hafa verið að funda um framtíð skólans en ég hef ekki heyrt að það væri komin um það nein endanleg niðurstaða. Það er að vænta yfirlýsingar frá félaginu vegna þessa en spurning hvort ráðamenn taki eitthvað mark á okkur. Það er okkar skoðun í Hollvinafélaginu að þarna eigi að starfrækja sjálfstæðan og öflugan háskóla. Það ætti að hjálpa okkur við að framleiða meiri landbúnaðarvörur á Íslandi og við höfum nægt landrými til þess.

Við þurfum að búa okkur undir það að verða verulega mikill valkostur fyrir Evrópu einkum hvað varðar græna, vistvæna og einnig lífræna framleiðslu á matvælum. Þó að Íslendingar séu kannski ekki mikið að sækjast eftir lífrænt framleiddum matvælum fara hópar fólks sem sækjast eftir slíku í Evrópu stöðugt stækkandi. Þar eigum við tækifæri,“ segir Þórir.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...