Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nú hafa streymt um tvær til fimm milljónir tonna af brennisteini úr Holuhraunsgosinu
Fréttir 20. nóvember 2014

Nú hafa streymt um tvær til fimm milljónir tonna af brennisteini úr Holuhraunsgosinu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Tveir prófessorar í  jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands telja í samtali við Bændablaðið að losun brennisteins í eldgosinu í Holuhrauni sé grafalvarlegt mál fyrir lífríkið.

Samkvæmt orðum prófessoranna Jónasar Elíassonar og Andra Stefánssonar þá er talið út frá mælingum vísindamanna að úr Holuhraunsgosinu streymi um 35 til 100 tonn af brennisteinsoxíði eða brennisteinstvíildi (SO2) á hverjum einasta degi. Nú hefur gosið staðið yfir frá 29. september, eða í 52 daga. Það þýðir að þegar hafa streymt upp um tvær til fimm milljónir tonna af brennisteinstvíildi.

„Ég held, að ef gosið heldur áfram þá sé full ástæða fyrir landbúnaðinn að huga að því hverjar afleiðingarnar verða. Því ættu menn að fara að mæla brennistein í jarðvatni og skoða breytingar á því,“ segir Jónas.

Andri Stefánsson segir að ef magnið af SO2 sem kemur upp af eldgosinu sé borið saman við það magn sem kemur upp af jarðorkuveri eins og Hellisheiðarvirkjun, þá er gasið frá virkjuninni töluvert minna á ári en kemur upp á hverjum einasta degi í gosinu.

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í n...