Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nú hafa streymt um tvær til fimm milljónir tonna af brennisteini úr Holuhraunsgosinu
Fréttir 20. nóvember 2014

Nú hafa streymt um tvær til fimm milljónir tonna af brennisteini úr Holuhraunsgosinu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Tveir prófessorar í  jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands telja í samtali við Bændablaðið að losun brennisteins í eldgosinu í Holuhrauni sé grafalvarlegt mál fyrir lífríkið.

Samkvæmt orðum prófessoranna Jónasar Elíassonar og Andra Stefánssonar þá er talið út frá mælingum vísindamanna að úr Holuhraunsgosinu streymi um 35 til 100 tonn af brennisteinsoxíði eða brennisteinstvíildi (SO2) á hverjum einasta degi. Nú hefur gosið staðið yfir frá 29. september, eða í 52 daga. Það þýðir að þegar hafa streymt upp um tvær til fimm milljónir tonna af brennisteinstvíildi.

„Ég held, að ef gosið heldur áfram þá sé full ástæða fyrir landbúnaðinn að huga að því hverjar afleiðingarnar verða. Því ættu menn að fara að mæla brennistein í jarðvatni og skoða breytingar á því,“ segir Jónas.

Andri Stefánsson segir að ef magnið af SO2 sem kemur upp af eldgosinu sé borið saman við það magn sem kemur upp af jarðorkuveri eins og Hellisheiðarvirkjun, þá er gasið frá virkjuninni töluvert minna á ári en kemur upp á hverjum einasta degi í gosinu.

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...