Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nú hafa streymt um tvær til fimm milljónir tonna af brennisteini úr Holuhraunsgosinu
Fréttir 20. nóvember 2014

Nú hafa streymt um tvær til fimm milljónir tonna af brennisteini úr Holuhraunsgosinu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Tveir prófessorar í  jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands telja í samtali við Bændablaðið að losun brennisteins í eldgosinu í Holuhrauni sé grafalvarlegt mál fyrir lífríkið.

Samkvæmt orðum prófessoranna Jónasar Elíassonar og Andra Stefánssonar þá er talið út frá mælingum vísindamanna að úr Holuhraunsgosinu streymi um 35 til 100 tonn af brennisteinsoxíði eða brennisteinstvíildi (SO2) á hverjum einasta degi. Nú hefur gosið staðið yfir frá 29. september, eða í 52 daga. Það þýðir að þegar hafa streymt upp um tvær til fimm milljónir tonna af brennisteinstvíildi.

„Ég held, að ef gosið heldur áfram þá sé full ástæða fyrir landbúnaðinn að huga að því hverjar afleiðingarnar verða. Því ættu menn að fara að mæla brennistein í jarðvatni og skoða breytingar á því,“ segir Jónas.

Andri Stefánsson segir að ef magnið af SO2 sem kemur upp af eldgosinu sé borið saman við það magn sem kemur upp af jarðorkuveri eins og Hellisheiðarvirkjun, þá er gasið frá virkjuninni töluvert minna á ári en kemur upp á hverjum einasta degi í gosinu.

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...