Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nú hafa streymt um tvær til fimm milljónir tonna af brennisteini úr Holuhraunsgosinu
Fréttir 20. nóvember 2014

Nú hafa streymt um tvær til fimm milljónir tonna af brennisteini úr Holuhraunsgosinu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Tveir prófessorar í  jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands telja í samtali við Bændablaðið að losun brennisteins í eldgosinu í Holuhrauni sé grafalvarlegt mál fyrir lífríkið.

Samkvæmt orðum prófessoranna Jónasar Elíassonar og Andra Stefánssonar þá er talið út frá mælingum vísindamanna að úr Holuhraunsgosinu streymi um 35 til 100 tonn af brennisteinsoxíði eða brennisteinstvíildi (SO2) á hverjum einasta degi. Nú hefur gosið staðið yfir frá 29. september, eða í 52 daga. Það þýðir að þegar hafa streymt upp um tvær til fimm milljónir tonna af brennisteinstvíildi.

„Ég held, að ef gosið heldur áfram þá sé full ástæða fyrir landbúnaðinn að huga að því hverjar afleiðingarnar verða. Því ættu menn að fara að mæla brennistein í jarðvatni og skoða breytingar á því,“ segir Jónas.

Andri Stefánsson segir að ef magnið af SO2 sem kemur upp af eldgosinu sé borið saman við það magn sem kemur upp af jarðorkuveri eins og Hellisheiðarvirkjun, þá er gasið frá virkjuninni töluvert minna á ári en kemur upp á hverjum einasta degi í gosinu.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...