Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Norrænir bændur funduðu á Íslandi
Mynd / TB
Fréttir 29. ágúst 2014

Norrænir bændur funduðu á Íslandi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Bændasamtök Íslands stóðu í vikunni fyrir fundi samtaka Norrænna bændasamtaka (NBC) á Hótel Sögu. Gestir voru formenn allra systursamtaka á Norðurlöndum eða varaformenn ásamt öðrum framámönnum úr félagskerfinu, framkvæmdastjórum og lykilstarfsmönnum sem starfa að félagspólitískum málum.

Umræðuefni fundarins voru meðal annars þróun lífhagkerfisins, viðskiptasamningar með búvörur, ár fjölskyldubúsins og önnur mál sem efst eru á baugi í starfi norrænna bænda. Fundir sem þessir eru haldnir reglulega en þjóðirnar skiptast á að hýsa gestina. Að þessu sinni voru forystumenn ungra bænda á Norðurlöndum með í för og funduðu þeir sérstaklega um sín málefni við þetta tækifæri.

Í lok fundar var haldið í kynnisferð um Suðurland þar sem farið var í höfuðstöðvar MS á Selfossi, kúabúið Bryðjuholt og endað í Friðheimum þar sem hópurinn snæddi tómatsúpu og brá sér á hina vinsælu hestasýningu á hringvellinum í Friðheimum. Landið skartaði sínu fegursta í frábæru veðri.

Meðfylgjandi myndir eru teknar á Hótel Sögu og í kynnisferðinni um Suðurland.

49 myndir:

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...