Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Norrænir bændur funduðu á Íslandi
Mynd / TB
Fréttir 29. ágúst 2014

Norrænir bændur funduðu á Íslandi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Bændasamtök Íslands stóðu í vikunni fyrir fundi samtaka Norrænna bændasamtaka (NBC) á Hótel Sögu. Gestir voru formenn allra systursamtaka á Norðurlöndum eða varaformenn ásamt öðrum framámönnum úr félagskerfinu, framkvæmdastjórum og lykilstarfsmönnum sem starfa að félagspólitískum málum.

Umræðuefni fundarins voru meðal annars þróun lífhagkerfisins, viðskiptasamningar með búvörur, ár fjölskyldubúsins og önnur mál sem efst eru á baugi í starfi norrænna bænda. Fundir sem þessir eru haldnir reglulega en þjóðirnar skiptast á að hýsa gestina. Að þessu sinni voru forystumenn ungra bænda á Norðurlöndum með í för og funduðu þeir sérstaklega um sín málefni við þetta tækifæri.

Í lok fundar var haldið í kynnisferð um Suðurland þar sem farið var í höfuðstöðvar MS á Selfossi, kúabúið Bryðjuholt og endað í Friðheimum þar sem hópurinn snæddi tómatsúpu og brá sér á hina vinsælu hestasýningu á hringvellinum í Friðheimum. Landið skartaði sínu fegursta í frábæru veðri.

Meðfylgjandi myndir eru teknar á Hótel Sögu og í kynnisferðinni um Suðurland.

49 myndir:

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...