Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Norrænir bændur funduðu á Íslandi
Mynd / TB
Fréttir 29. ágúst 2014

Norrænir bændur funduðu á Íslandi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Bændasamtök Íslands stóðu í vikunni fyrir fundi samtaka Norrænna bændasamtaka (NBC) á Hótel Sögu. Gestir voru formenn allra systursamtaka á Norðurlöndum eða varaformenn ásamt öðrum framámönnum úr félagskerfinu, framkvæmdastjórum og lykilstarfsmönnum sem starfa að félagspólitískum málum.

Umræðuefni fundarins voru meðal annars þróun lífhagkerfisins, viðskiptasamningar með búvörur, ár fjölskyldubúsins og önnur mál sem efst eru á baugi í starfi norrænna bænda. Fundir sem þessir eru haldnir reglulega en þjóðirnar skiptast á að hýsa gestina. Að þessu sinni voru forystumenn ungra bænda á Norðurlöndum með í för og funduðu þeir sérstaklega um sín málefni við þetta tækifæri.

Í lok fundar var haldið í kynnisferð um Suðurland þar sem farið var í höfuðstöðvar MS á Selfossi, kúabúið Bryðjuholt og endað í Friðheimum þar sem hópurinn snæddi tómatsúpu og brá sér á hina vinsælu hestasýningu á hringvellinum í Friðheimum. Landið skartaði sínu fegursta í frábæru veðri.

Meðfylgjandi myndir eru teknar á Hótel Sögu og í kynnisferðinni um Suðurland.

49 myndir:

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...