Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Norrænir bændur funduðu á Íslandi
Mynd / TB
Fréttir 29. ágúst 2014

Norrænir bændur funduðu á Íslandi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Bændasamtök Íslands stóðu í vikunni fyrir fundi samtaka Norrænna bændasamtaka (NBC) á Hótel Sögu. Gestir voru formenn allra systursamtaka á Norðurlöndum eða varaformenn ásamt öðrum framámönnum úr félagskerfinu, framkvæmdastjórum og lykilstarfsmönnum sem starfa að félagspólitískum málum.

Umræðuefni fundarins voru meðal annars þróun lífhagkerfisins, viðskiptasamningar með búvörur, ár fjölskyldubúsins og önnur mál sem efst eru á baugi í starfi norrænna bænda. Fundir sem þessir eru haldnir reglulega en þjóðirnar skiptast á að hýsa gestina. Að þessu sinni voru forystumenn ungra bænda á Norðurlöndum með í för og funduðu þeir sérstaklega um sín málefni við þetta tækifæri.

Í lok fundar var haldið í kynnisferð um Suðurland þar sem farið var í höfuðstöðvar MS á Selfossi, kúabúið Bryðjuholt og endað í Friðheimum þar sem hópurinn snæddi tómatsúpu og brá sér á hina vinsælu hestasýningu á hringvellinum í Friðheimum. Landið skartaði sínu fegursta í frábæru veðri.

Meðfylgjandi myndir eru teknar á Hótel Sögu og í kynnisferðinni um Suðurland.

49 myndir:

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...

Fjölbreytt verkefni
Fréttir 27. febrúar 2024

Fjölbreytt verkefni

Margþættar umræður sköpuðust á deildarfundi hrossabænda. Stofnverndarsjóður, hro...

Hugað að nýrri afurðastöð
Fréttir 27. febrúar 2024

Hugað að nýrri afurðastöð

Sláturfélag Suðurlands (SS) undirbýr nú uppbyggingu á nýrri afurðastöð fyrirtæki...

Ákall um meiri stuðning
Fréttir 27. febrúar 2024

Ákall um meiri stuðning

Deildarfundur geitfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar. ...

Óberon besta nautið
Fréttir 26. febrúar 2024

Óberon besta nautið

Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hlaut nafnbótina besta naut fætt árið ...