Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kjartan Ágústsson rabarbararæktandi á Skeiðum.
Kjartan Ágústsson rabarbararæktandi á Skeiðum.
Fréttir 3. september 2014

Níu tonn af rabarbara af tæpum hektara

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Rabarbarinn hefur sprottið vel í sumar enda tíðin honum hliðholl, væta og hlýindi,“ segir Kjartan Ágústsson á Löngumýri á Skeiðum, sem ræktar rabarbara á tæpum hektara.

„Uppskeran af þessum tæpa hektara er tæp níu tonn þegar allt gengur vel og ég á ekki von á öðru en að það magn náist fyrir haustið. Ég er búinn að uppskera einu sinni en seinni uppskeran er eftir.“

Yrkið sem Kjartan ræktar kallast Queen Victoria, kemur upphaflega frá Bretlandi og er kennt við Victoriu, dóttur hertogans af Kent, sem síðar var krýnd drottning. Yrkið er stórvaxið með græna stöngla og gefur mikla uppskeru en þykir súrt.

Fyrri uppskera um miðjan júní

Kjartan segir að í venjulegu árferði hefjist vöxtur á rabarbara í seinni hluta apríl og sé kominn vel af stað um miðjan maí. „Fyrri uppskera í ár var upp úr miðjum júní og sú seinni verður fljótlega. Ég tek yfirleitt upp mikið magn af rabarbara í einu og því er mikil vinna meðan á uppskeru og frágangi stendur.

Fyrst þarf að taka hann upp og brjóta blöðkuna af og eftir að rabarbarinn kemur í hús er hællinn eða hófurinn skorinn af. Því næst er hann þveginn og stærstur hluti hans brytjaður í tveggja sentímetra bita auk þess sem ég sel lítinn hluta hans í heilum stilkum.

Kjarnavörur kaupa stóran hluta uppskerunnar en annað nota ég í sultur.“

Freistandi sultur

Sultan sem Kjartan býr til er tvenns konar og fljótlega mun sú þriðja bætast við. „Ég framleiði rabarbarasultu með aðalbláberjum og rabarbarasultu með jarðarberjum og engifer auk þess sem ég hef verið að þreifa mig áfram með rabarbara og hvönn en sú sulta er ekki kominn á markað.“

Lífræn ræktun

Kjartan segir að ræktunin hjá sér sé lífræn og að hann noti ekki skordýra- né illgresiseitur. „Blaðkan er brotin af stilkunum í garðinum og hún lögð á jarðveginn til að halda niðri illgresi. Ég hef verið blessunarlega laus við snigla og aðrar afætur að því undanskildu að grasmaðkur hefur verið að leggjast á blöðkurnar undanfarin sumur. Þegar verst lætur étur hann blöðkuna hreinlega upp þannig að ekkert er eftir nema grófustu trefjarnar,“ segir Kjartan Ágústsson, rabarbararæktandi á Skeiðum.

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...