Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nautakjöt innkallað í hollenskum stórmörkuðum vegna miltisbrands
Fréttir 29. október 2014

Nautakjöt innkallað í hollenskum stórmörkuðum vegna miltisbrands

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Hollensk matvælaöryggisyfirvöld kröfðust þess í október s.l. að sjö tonna sending af nautakjöti yrði tekin af markaði þar sem talið var að kjötið væri mengað af miltisbrandi (anthrax). 

Miltisbrandur fannst í kjöti af tveim kúm eftir að það kom til Hollands, en kjötið kom frá pólsku sláturhúsi sem hafði tekið við kúnum frá bónda í Slóvakíu.

Fór í gegnum allt vottaða vinnsluferlið

Það vekur sérstaka athygli að slíkt skuli eiga sér stað þar sem mjög hefur verið klifað á því að öllum matvælum sem dreift er til sölu innan Evrópusambandsins fylgi vottun dýralækna og annarra heilbrigðisyfirvalda. Þessi rök hafa m.a. mjög verið notuð í baráttunni fyrir að leyfa innflutning á fersku kjöti til Íslands. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skiptið sem slíkar vottanir virðast segja lítið um raunverulegt öryggi matvæla inna ESB. Má þar nefna kúariðufárið sem kom upp í Bretlandi og fölsun matvæla með íblöndun hrossakjöts í unnar nautakjötsafurðir sem skók kjötmarkað Evrópu fyrir nokkrum  misserum.

Umræddu miltisbrandsmenguðu kjöti í Hollandi hafði verið dreift til 19 fyrirtækja og var þegar komið í hillur stórmarkaða áður en ákveðið var að innkalla það samkvæmt frétt ANP-fréttastofunnar. Heilbrigðisyfirvöld segja þó að litlar líkur séu á að einhver hafi smitast af miltisbrandi.

Miltisbrandur er banvænn smitsjúkdómur af völdum bakteríunnar Bacillus anthracis. Hann kemur fyrir í villidýrum og húsdýrum en getur smitast yfir í fólk sem kemst í snertingu við smituð dýr, hræ eða mikið magn af miltisbrandsgróum. Enn eru engin dæmi um að sýkt fólk beri smit. Miltisbrandur finnst um allan heim, en er þó fyrst og fremst algengur hjá jurtaætum þótt hann geti borist í menn og fugla.

Lifir áratugum saman í jarðvegi

Sýkillinn getur myndað dvalargró. Gróin geta lifað áratugum saman í jarðvegi, einkum rökum og súrum. Við jarðrask á stöðum þar sem sýkt dýr voru urðuð geta gróin borist í menn og dýr. Gróin sem eru 2–6 míkron í þvermál geta sest á slímhúð í öndunarvegi manna og dýra. Við hagstæð skilyrði inn ií hýsli vakna gróin af dvalanum og bakterían tekur að fjölga sér.

Þekkt eru 89 afbrigði af miltisbrandi

Miltisbrandur er líka þekktur á Íslandi og talið er að hans hafi fyrst orðið vart árið 1865, en árið áður hófst innflutningur á ósútuðum, hertum húðum frá Afríku. Miltisbrandur hefur á íslensku einnig verið nefndur miltisbruni, miltisdrep, miltisbráðadauði og skinnapest. Sjúkdómsins varð síðar vart af og til.

Miltisbrandur kom upp í Ölfusi 1965. Í desember árið 2004 kom upp miltisbrandur í fjórum hrossum sem höfðu haldið til við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...